Ég lét eftir fjölmiðlum...

Góða kvöldið...

Mig langar að segja ykkur að ég lét undan fjölmiðlum um að tjá mig um stöðu okkar mæðginanna í dag... hér var tökulið og fréttamaður í um 2 tíma í dag... ég er komin með eintak af tilbúinni fréttinni og ég er sátt við vinnsluna... Þetta verður byrt á RÚV á sunnudagskvöld... 

Það eru búið að vera stöðugar hringingar síðustu vikur að biðja mig um að tjá mig um þetta... ég hef viljað halda mig frá fjölmiðlum en eins og staðan er orðin er það í rauninni það eina sem ég hef ekki reynt í stöðunni... og nú er það reynt líka... 

Ég vona að það skaði ekki Hetjuna mína og þá þjónustu sem hann á rétt á... en það eina sem ég segi í þessu viðtali er sannleikurinn eins og við höfum lifað hann síðustu mánuði... 

Mamma er komin í veikindaleyfi þessi elska því að hún réð ekki við streituna, álagið og tilfingingalega líðan lengur... elsku mamma... ég vona að hún nái sér sem fyrst því að hún er okkur svo mikill stuðningur og við meigum ekki við því eins og staðan er núna við því að missa hana út líka... 

Jæja.. nóg upplýsingar í bili... ég ætla að safna lúrum... 

Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ánægð með þig

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:15

2 identicon

Æi hjartað mitt veistu það getur varla skaðað og ég held frekar að þetta verði til góðs hjá þér að hafa gert þetta. Hlakka til að sjá viðtalið við ykkur, og vona að mamma þín nái hvíld og geti safnað kröftum. Hún er engu minni hetja en þið mæðgin. Sendi ykkur ljúfa strauma, þið eruð frábær

Jokka (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:54

3 identicon

Magga mín, þetta var alveg hárrétt ákvörðun hjá þér að tala við Ríkisútvarpið. Ég get ekki beðið eftir að sjá fréttina. Baráttukveðjur!

Atli (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband