Það tók kerfið 14 mánuði að sína lit...

Góða kvöldið... Ég hef ekki skrifað núna síðustu daga vegna þess að það hefur í rauninni ekki verið neitt að skrifa um... einnig er ég líka svo reið þessa daganan að það er líklega ekkert holt að ég sé að skrifa of mikið... Ég er búin að sjá og uppgötvar á þessari vikur ( frá því að fundurinn á mánudaginn var haldin) að hlutirnir snúa allt öðruvísi en ég hélt í þessu félagslega kerfi... ég er á þessum 4 dögum búin að fá það miklar upplýsingar um hvaða úrræði eru í boð fyrir Hetjuna mína og mig... og ég skal segja ykkur að þessar upplýsingar gera mig enn reiðari við vissa aðila sem hafa ekki verið að vinna vinnuna sína í því að leita allra leið fyrir snúðinn og einnig hef ég ekki í 13 mánuði fengið að vita fyllilega hvað rétt hann á og svo framvegis....

Hugsið ykkur !!! það hafur tekið nærri 14 mánuði fyrir okkur að brejast í kerfinu til að fá réttu upplýsingarnar... HALLÓ... 14 MÁNUÐI... og það var ekki kerfið  sem rankaði við sér það er bara að við erum búnar ég og mamma að berja á því endalaust... og í raunni er það mömmu að þakka að mál okkar er heyrt núna því að hún sem fyrrverandi skólastjóri og þekktur sérkennari, fékk nóg og fór baka til í kerfinu og barði í borðið... Ef hún hefði ekki verið til staðar með sína þekkingu og góða orðspor þá væri ég enn óheyrð og með þá líðan að ég ætti bara að þekka fyrir "það" sem við fáum sem er... ??? ekkert sem dugar...

Ég fékk t.d. upplýsingar í dag um að þau urræði sem við vorum að skoða í dag hafa oft verið notuð einmitt fyrir langveik börn... og ég fékk upplýsingar að mál álíka Hetjunar minnar er búið að njóta þessa úrræðis frá upphafi... en ekki við bara því að það komu ekki sömu aðilar að því máli og okkar...

Ég skal viðurkenna að ég gæti vel haf mjög stór orð um þetta mál hér og nú ... en því miður er það þannig að ef maður leyfir sér að hafa opinbera skoðun á stofnunum sem maður þarf að leita þjónustu til þá er nærri öruggt að þjónustan bitnar á skjólstæðingum þeirra.. þannig að ég ætla að sitja á mér núna að nefna staði, nöfn og stofnanir... en það er einungis gert til að Hetjan mín verði ekki sköðuð af minni skoðun... því það er ekki réttlátt... en ég hef þá skoðun að opinberar stofnanir eiga ekki að vera yfir gagnríni hafnar... og að fólki bar að virða skoðanir annara án þess að það bitni á þjónustu þeirrar stofnunar til þess sem skoðunina hefur... en því miður er það ekki þannig hér á landi...

Jæja... vá ... þetta er ervitt því ég er gjörsamlega að springa af reiði... og það hefur gert 3 áður í mínu lífi .. þannig að það er sjaldgæft og það er ekki gott að eiga mig sem óvin... 

Guð hjálpaðu mér að fyrirgefa þessu fólki og stofnunum brot sín gegn okkur og megi þau njóta velgengin í lífi og starfi... Guð gefðu mér æðruleysi... úfff... mikið æðuruleysi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 19.2.2009 kl. 20:04

2 identicon

Æi ljósið mitt og hvað kom út úr þessu öllu saman? Fáið þið hjálp? Á að gera e-hvað fyrir ykkur??? Omg hvað þetta kerfi í "velferðarþjóðfélaginu" okkar er ömurlega snúið og seinvirkt urrrrr

Jokka (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þvímiður Jokka mín þá get ég ekki svarað þessu hvort við fáum þessa hjálp eða þá hvenær "ef" við fáum hana... eingin svör með það ennþá...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 19.2.2009 kl. 21:00

4 identicon

Jokka (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 08:27

5 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Magga mín, ég held að besta úrræðið fyrir þig sé að segja þessa sögu opinberlega, Þóru í Kastljósi treysti ég alveg til þess að segja sögu þína á þann hátt að það vinni ekki gegn þér heldur verði til þess að hrissta upp í kerfinu og þú fáir loksins þá hjálp sem þú átt skilið.

Í það minnsta getur að mér sýnist ástandið ekki orðið verra en það er í dag.

kærleikskveðja

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 20.2.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband