Mánudagur, 16. febrúar 2009
Dagur fundanna...
Jæja... Þá er þessi dagur farinn að líða undir lok, með kvíða og miklum magaverkjum... Ég er þurrausin og tóm... Ég semsagt fór á fund hjá fjölskyldudeild Akureyrar í morgun um málefni Hetjunar minnar og mín... Þar flutti ég mitt mál með stuðningi Félagráðgjafa FSA og barnalæknisinns hans Ragars... Ég man ekki hvað ég er búinn að segja sögu okkar oft og oftast fyrir daufum eyrum og ég skal viðurkenna að ég veit ekki hvernig þessi fundur fór aðalega því ég er nátturulega hrædd við að vera vísta eitthvert annað eftir 4 vikna bið... eins og hefur gerst síðustu skiptin... Ég veit í rauninni ekkert meira eftir þennan fund en fyrir hann því að ég fékk eingin skýr svör... bara að það eigi að skoða málið... að það eigi að sækja um hitt og þetta... ég er nú búin að heyra það áður... þannig að þótt að maður eigi alltaf að vera bjartsýnn, trúa og treysta fólki þá er ég ekki örugg fyrr en ég sé að eitthvað sé að gerast...
Jæja ég ætlaði bara að segja ykkur svona undan og ofan af þessum fundi...
Guð geymi ykkur....
Athugasemdir
Ég er búin að hugsa mikið til þín í dag. Við verðum bara að vona það besta frá þessu fólki. Koss og knús til ykkar Ragnars.
Kveðja, Bogga
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:32
Æji Magga mín... vonandi kemur eitthvað út úr þessu öllu saman...
*knúsíklessu*
Sifjan, 16.2.2009 kl. 18:02
ég er viss um að þú hefur staðið þig frábærlega Magga mín, það er kerfið sem er að bregðast ykkur. Ef þú færð ekki svör fljótlega frá þeim þá er þetta eitthvað sem heyrir undir umboðsmann alþingis. Ég vildi að ég væri aflögufær en er ansi vanmáttug.....heyrumst fljótlega.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:45
Vona þið hafið fengið góðar fréttir...ekki gefast upp Magga mín..og vííí ég get commentað á síðuna þína :)
Heyri í þér fljótlega, sendi ykkur kærleiksstrauma
Jokka (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.