box og fangelsisvist...

Góða kvöldið...

Ég ætla að leyfa mér að setjast hér smástund niður á meðan Hetjan mín sefur (óvíst hve lengi) en hann hvílist aðeins núna allavega... og mér finnst soldið gott að setjast við tölvuna og kveikja á tónlist og skrifa smá í mínum heimi... Ég er samt með samvisku bit yfir því að vera að eiða tímanum í þetta því í rauninni ætti ég að leggja mig með honum svo að ég safni lúrum líka... En það er eitthvað svo dýrmætt við þær örfáu mínútur sem maður fær fyrir sjálfan sig alfarið í sínum eigin heimi... Maður nær oft ágætis yfir sín yfir stöðuna eins og hún er þá og þegar... 

Staðan er lítið breitt ... nema að Hetjan mín er orðin enn þreyttari og orðinn mjög argur af þessum kvölum, inniveru og þessu félagslega einangrunarfangelsi... Þið verðið að fyrirgefa að ég skuli kalla þetta fangelsi en í rauninni finnst mér þetta ekki vera neitt annað fyrir hann... Þegar við vorum inná spítalunm las ég grein eftir einhvern fræðing í Bretlandi minnir mig þar sem hann rannsakið afleiðingar langra sjúkrahúsveru á börn og unglinga... og niðurstöðurnar voru þær sömu og voru hjá unglingum og fullornum sem höfðu eða voru að afplána dóma í fangesi... andlega hliðin brotnar alfarið og þarf sérstaka sálfræði aðstoð til að byggja eðlilega sýn á heiminn eftir það...

Við mæginin reynum í hverju kvalakasti að finna nýjar leiðir til að takast á við verkina... í dag vorum við í boxi á meðann verkirnir liðu hjá... ég hélt á púða sem hann barði í, vá hann barði oft það fast að púðinn flaug herbergið á milli... það virkar ágætlega líka fyrir hann að kreysta mömmu sína... og ég er komin með marbletti á upphandleggnum því að hann kremur svo fast... og margoft þarf ég að stoppa hann af því að hann meiðir mig mjög... en ég vil það því að þá er hann að leiða huganum að öðru en verkjunum og það virkar stundum... Hann á það til að berja hausnum til og frá og erum við búin að setja púða allt í kringum höfuðlagið hjá honum því á tímabili lamdi hann hausnum í veggin... en núna lemur hann honum í koddan sinn... Ég tók um daginn svona kast uppá videó... svona til að sýna á fundinum á mánudaginn... ég veit ekki hvað ég gerri svo við það... ætli ég geymi það ekki til minningar... ( æði minning) En eitt er víst að hann verður vel sterkur eftir þetta því að það er eingin smá átök á hverjum degi og jafnvel í klukkustundir í senn... sá einmitt í dag að magavöðvarnir á honum eru farnir að verða eins og sixpakk... það kemu ekki að góðu...

jæja, kæru lesendur... ég ætla að leggja mig ... safna lúrum eins og ég kalla það...

Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Elskunar mínar, ég hugsa til ykkar og geri mitt besta í því að senda ykkur styrk.

Knús og meira knús, og enn meira knús til hetjunnar þinnar. Hann er svo duglegur anginn litli. Ég finn til með honum.

Kærleikur og ljós til ykkar.

Aprílrós, 15.2.2009 kl. 04:12

2 identicon

Elsku Magga og Ragnar. Ég sendi ykkur styrk allar þær góðu hugsanir sem til eru hjá mér.

Bestur kveðjur

Bogga

Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 09:33

3 identicon

sæl skvís.. viljið þið fá boxhanskana mína, og að kanski geti ég reddað box púða...láttu mig vita

Hrönnsla (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sendi ykkur góða strauma :)

Hólmgeir Karlsson, 15.2.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband