Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Hugleiðing að kvöldi...á milli stríði kvalanna...
Halló kæru lesendur...
Það er svo margt sem hausinn á mér þarf að halda utanum þessa daganan og þessvegna langar mig að setjast hér niður og sjá hvort ég geti tappað aðeins af... Kannski kemur ekkert af viti frá mér í þessari færslu en það verður að hafa það ... því stundum er maður bara í þannig kaos að maður kemur ruglinu ekki frá sér á almennilegan hátt...
Það eru margar misjafnar tilfinningar sem eru að verlkjast um í huga mér og hjarta þessa dagana... Eitt að því er að ég finn að ég hef þurft að brynja mig svolítið mikið varðandi kvalaköstin hjá syninum... ég veit ekki hvernig ég á að útskíra þetta nákvæmlega... t.d. þegar hann kvelst þá erum við að tala um að hann öskrar, sparkar og lemur, argar og grætur í svona 1-2 klukkutíma í einu og ég get ekkert gert til að linna kvalirnar annað en að var hjá honum sýna með því að strjúka yftir hárið eða andlit og reyna að segja einhver hugreystanadi orð sem ég veit að þjóna eingum tilgangi... því margoft argar hann á mann að þetta þýði ekki neitt... til þess að þola það að horfa uppá barnið sitt í þessum status þá þarf maður að vera harður... og það hefur tekið mig mikla orku að bara þola þetta... svo finnst mér ég hafa brugðist honum að þurfa að herða mig svona upp... en ég veit að það þýðir lítið ef ég myndi brotna niður með honum í hvert skipti sem þetta gegnur á nokkrum sinnum á sólahring... þótt að hann hafi alveg haft bæði mig og ömmuna hágrátandi með honum af vanmætti yfir því að geta ekki hjálpað meira...
Ég fæ það líka á tilfinninguna að við séum svo spes tilfelli að allir forðist okkur... það eru svo mikið af furðulegum aðstæðum í kringum okkur þetta árið... og þetta er farið að hljóma eins og versta lyga saga... og satt best að segja þá stend ég mig að því að hugsa " nei nú ætla ég ekki að segja neinum frá þessu því að þau halda örugglega að ég sé að ljúga"... þannig að ég hef ekki sagt öllum vinum mínum alla söguna okkar... og ekki einusinni hér inni... ætli ég segi nokkurntíman alla söguna...
Ég veit að ég svo sannalega ekki ein í þessu því það er hellingur af fólki sem stiður við okkur í huga og verki... og eigið þið öll falkaorðuna skilið fyrir það... Það er nú samt þannig að einmitt eins og núna þá sit ég hér ein og ég er einmanna í fjöldanum... og ég sit og efast um að ég ráði við að vera kletturinn og stoðin í þessum máli mikið lengur... ég efast um styrk minn sem móðir og manneskja... Mér líður eins og ég sé að verða tóm... En svo er svo skrítið að eftir smá stund þar ég að stand upp og sinna Hetjunni minni og þá geir maður það... hvaða máttur er þarna á milli...?? hvað er það sem veldur að maður hefur endalaust getu til að hætta að hugsa um að maður sé tómur inní sér... og snúa sér að þeim sem þarnast mann mest en maður veit að maður getur lítið annað gert en að vera til staðar... ÆÆiii ég er farin að tala í hringi... enda heyri ég að Kúturinn minn er farinn að bilta sér og snökta uppúr svefni... annað kvalakst á leiðinni...
Góða nótt
Athugasemdir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:27
Gef þér orku mina sem ég má við að missa ;)
Ljós og kærleik til ykkar elskunar minar.
Aprílrós, 12.2.2009 kl. 16:14
Nýjustu fréttir
Foreldraráðgjafi frá Sjónarhóli á Akureyri
Almennt - fimmtudagur 12.feb.09 09:23 - Lestrar 1Jarþrúður Þórhallsdóttir, foreldraráðgjafi á Sjónarhóli verður á Akureyri mánudaginn 16. febrúar 2009 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi. Hægt er að panta tíma í síma 535-1900.
Endilega hringdu í hana Magga....
Knús á þig.... þú ert hetja !!!
Sifjan, 12.2.2009 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.