Hugsi... Hvernig kemst ég í gegnum þetta...!!! hugxx...

Góðann daginn...

Eftir niðurstöður dagsinns er ég mjög hugsi... ég þarf að finna einhverja leið til að komast í gegnum þetta... Læknarnir segja alltaf "þetta tekur tíma" þannig að í dag í ferð okkar mægina uppá spítala þá spurði ég læknana hvað þýðir "tekur tíma"... Læknirinn sagði með smá glotti... " eins og allt sem tengist Ragnari þá tekur það allt mun lengri tíma en annað... " en ef það á að setja tölur á þetta þá sagði hún.. minnst 4 vikur líklega mánuðir...  

Þannig að ég sit hér nú og er að gera lista í huga mér yfir það sem ég þarf til að þessi tími gangi upp án þess að ég endir ekki inná spítala eftir þessa mánuði... og hrinji ekki alveg... svo líka til þess að Hetjan mín haldi þetta út líka bæði andlega og líkamlega... Staðan er þannig að ég get þetta ekki ein þannig að nú þarf ég að leita allra leiða til að fá aðstöð og stuðning í þessu svo að allir nái í gegnum þennan tíma. 

Það eru atriði á þessum lista eins og ... Heimakennsla fyrir barnið eða aðstoð fyrir hann svo að hann komist í skólan... aðili sem getur hjálpað mér að baða hann því að ég get ekki lyft honum upp og niður í baðið... ( bakið myndi fara eindanlega ) ... ég þarf að komast í sjúkraþjálfunina mína 2 í viku... ég þarf að komast til geðlækinsinns míns 1 í viku... ég þarf að komast út að versla í matinn og svo væri lagtum best ef ég kæmist út að gagna í smá stund á hverjum degi... Hetjan mín þarf líka félagsskap, svo að hann einangrist ekki endanlega... Hetjan mín þarf sálfræðiaðstoð því að litla sálartetrið er illa farið ... hann þarf sjúkraþjálfun til að hann geti stigið í fæturnar aftur...  En svo er spurningin hvernig framkvæmi ég svona..?? Það er verkefni næstu daga að finna leið sem virkar...

Mamma greyið er alveg að fara á taugum yfir þessu öllu eins og hún sagði í dag... " ég sé barnabarnið mitt sárkvalið og andlega bugað... og svo horfi ég uppá barnið mitt úrvinda andlega og líkamlega, óhamingjusamt og ráðavillt..." ég held að þetta hljóti að vera ervitt fyrir hana... mjög ervitt... Elsku mamma mín þú ert okkur allt og hefur ætíð verið okkur ÓMETANLEGUR stuðningur... VIÐ ELSKUM ÞIG... útaf lífinu... 

Jæja... ég ætla að halda áfram að hugleiða lausnir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Elsku hjartans Magga mín, mikið vildi ég að ég byggi nær og gæti hjálpað þér á annan hátt að geyma þig og ykkur í bænum mínum. Vona að eitthvað stuðningsnet verið virkjað ykkur til handa.

 hlýjar kveðjur

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 9.2.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Þórunn.......

Ég vildi líka að ég væri nær og gæti aðstoðað þig Magga mín, ég vona að þið fáið aðstoð sem fyrst

Knús úr austrinu

Þórunn Birna

Þórunn......., 12.2.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband