Þeir segja að helgin sé búin...

... Það er nú þannig þessa daganan að helgar og virkir dagar renna saman og dagar og nætur líka... Maður sefur bara þegar barnið sefur, borðar, lætur kreista sig þegar Hetjan er í kvalakasti, reynir að loka eyrunum þegar öskrað er, hringir reglulega uppá Barnadeild til að tékka á því hvort að þeir hefi einhverja snilldar lausn fundið síðustu tímana frá því ég hringdi síðast... Þegar ég fæ kannski 1klst þá er eins og svörtum poka sé demmt yfir hausinn á manni... með hausverkjum og augnþunga... Ég fer út, því að ég get ekki hlustað á soninn kveljast með svona öskrum án þess að vera við hans hlið... þannig að eina leiðin til að kúpla frá er að fara úr húsi... ég ráfa um því að ég veit að barnið kvelst og mér finnst ég eigi að vera hjá honum og linna kvalirnir, sem ég get ekki gert og er mér það óbærileg tilhugsun að geta ekki hjálpað honum, ekki huggað hann, ekki róað hann, ekki látið allt batna... til hvers eru mömmur ef þær geta þetta ekki...??

Jæja nóg um það... við fengum nýja (leigða) hjólastólinn í gær... en viti menn það er ekki hægt að leggja hann saman þannig að ég kem honum ekki í bílinn... og þá er það frelasi farið... Hetjan kemst þá ekki í skólann, hann kemst ekki með mér útúr húsi..

Núna ætla ég að fara og leggja mig þvi að Gullið mitt er sofnaður og ég ætla að vera skinsöm og sofa þegar hann sefur svo ég hvílist eitthvað...

Guð blessi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Reyndu að sofna, Guð geymi þig

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Hvíldu þig elskuleg, það skal vera svakalegt að hafa engin ráð fyrir barnið sitt !

Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 20:07

3 identicon

Elsku Magga. Hugsa svo oft til ykkar síðan ég hitti ykkur á rönken um daginn. Ég hef engin ráð til að gefa þér. Og ekki getur maður ímyndað sér hvernig ykkar líf er. En þetta hlýtur að fara að verða nóg lagt á ykkur. Hver er tilgangurinn með þessu öllu? Það er eins gott að hann sé góður. Láttu þig dreyma jákvætt og gleði, ég skal reyna að senda þér góða strauma.

Kolla Mývatnssveit (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:45

4 identicon

Sæl Elskan mín, ef að við byggjum á AK værum við stollt af því að fá að vera stuðningsfjöldskyldan þin og fá að hjálpa. En því miður búum við í rvk en ef að það getur hjálpað þér þá veistu af okkur skiptir ekki máli hvað það er we r urs... þú veist að við erum símtal í burtu, en ertu búin að fá eitthver svör við verkjunum

Hronnsla og Haddi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband