Laugardagur, 7. febrúar 2009
Taugaverkir... KANN EINHVER EITTHVAÐ RÁÐ?????????
Góða kvöldið ...
Hér er dagurinn búinn að vera hræðilega erviður... það virðist lítið virka þessi taugalyf á Hetjuna mína og við mamma erum búnar að vera báðar hér með hann í fanginu og ekkert geta gert... Hann reynir svo mikið á sig í dag að í tvígang fékk hann svona líka heiftalegu blóðnasirnar og var ervitt að stöðva blæðinguna... en tókst ... Hann er svo bugaður greyið ... og stinur upp á milli öskra " ég ræð ekki við þetta lengur...mamma"... hvað getur maður sagt við svona mikla hetju...æææiii það líður ekki á löngu að ég bugist lika... en það er víst ekki í boði...
EN eitt sem mig langar að spyrja ykkur... KANN EINHVER ÞARNA ÚTI, EINHVER RÁÐ VIÐ TAUGAVERKJUM...??? GÖMUL HÚSRÁÐ EÐA EINHVERJAR PATENT LAUSNIR... ég er desperet að gera eitthvað til að linna kvalir barnsinns... einhver??? eitthvað???
Guð geymi ykkur ...
P.S. takk fyrir svörin á síðustu færslu... :o)
Athugasemdir
Zolfat, eða solfat er ofnæmislyf sem er lyfsskylt. Hvort það virki á taugaverkina eða ekki veit ég ekki en hann sofnar vel. Aron hjá Landspítalanum ætti að vita hvað það nýjasta í bransanum virkar. Ekki gefast upp og leitaðu ráða hjá fullt aflæknum og prófaðu þig sjálf áfram með stráknum.
Haraldur Haraldsson, 7.2.2009 kl. 21:48
Margrét
Ef allar beljrunar eru svipaðar þá skaltu mála þina fjölubláa. Þá stoppar fólk og fer að tala um fjólubláu beljuna. Boðskapurinn er að þú verður að hugsa öðruvísi og vera sterk, frumleg og jákvæð. Hafa húmor fyrir raunveruleikanum og í hvert skipti sem þú hittir nýjan læknir, brostu!
Haraldur Haraldsson, 7.2.2009 kl. 21:57
Hæ Magga mín, þetta er svakalegt að heyra, Guð minn góður! En ertu búin að prófa að tala við Natalie á Dalvík? Kannski veit hún eitthvað en hún fer í burtu á föstudaginn.
Hugsa stíft til ykkar, Bestu kveðjur, Bogga.
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.