Hvernig?????????????

Góða kvöldið...

Ég sest hér niður í þetta sinn ekki glöð eða kát... ég sest niður lang þreytt, reið, sár, vonsvikin, leið, pirruð en samt ofboðslega dofin... Það kraumar undirniðri í mér mikil þörf fyrir réttlæti og almennileg vinnubrögð þá aðalega frá stofnunum og félagslega kerfinu... Kerfið okkar er úrelt í alla staði og virkar ekki nema fyrir þá sem hafa einga sjálfsbjargarkvöt og eru ornir að aumingjum... Í kerfinu er fólk flokkað eftir því hversu mikir aumingjar það er orðið eða hversu djúft sokkið það er í eiginn skít... og ef maður er ekki tilbúinn til að láta allar skuldir fara í vanskil og enn meiri vanskil þá getur maður étið þann skítuga snjó sem úti frís ( og er er nóg af þessa dagana, líklega sérpanntað fyrir kerfið). Félagsklega kerfið er í búið að pakka sé í svo þrönga kassa að einginn kemst að nema að hann sé í réttum flokkið eða rétt fatlaður eða rétt veikur... og þeir sem falla ekki inní þessar fyrirfram tilbúna kassa sem eru líklega eru bara einmitt fyrir þá sem eru nógu klikkaðir eða nógu "veikir" , þá er manni boðið uppá enn meiri skítugan snjó til að éta... 

Mér er lífsinns ómögulegt að átta mig á því hvernig í ósköpunum þetta blessaða samfélag ætlar að virka þegar niðurskurður verður að endanlegum veruleika ef það virkar ekki núna... og hefur ekki virkað síðasta árið ( allavega snýr það þannig að mér... líklega hefur það alldrey virkað). 

Börn eru skildug til að mæta í skóla og er hægt lagalega að áminna foreldra fyrir að sinna þeirri skildu ekki... jæja... en hver er skilda skólakerfisinns að sinna börnunum... mál mitt fyrir hönd sonarmíns er núna búið að vera inní skóladeild hér síðan í haust... og í síðustu viku fékk ég enn að heyra að það sé verið að skoða málið... HALLÓ... barnið virðist ekki falla inní þær flokkanir sem kerfið setur upp... Öll mál varðandi velferð okkar mæðgina inní skóladeild Ak. bæjar, fjölskyldudeild og búsetudeildar virðast á allan hátt fuðra upp og verða að eingu... Ég veit að sonurinn á rétt á aðstoð í skóla, ég veit að hann á rétt á liðveislu ( sem virkar, eins og hún Sisa sem var með hann í sumar í nokkra vikur, hennar er sjárt saknað.)

Ég veit líka að ég á rétt á stuðningsfjölskyldu... því í rauninni er málið ekki bara hann og hans veikindi... ég er það veik sjálf að ég ætti að vera inná Reykjalundi eða kristnesi núna og í mikilli meðferð sem ég hef ekki getað sinnt og ef það verður ekki gripið í taumana þá verð ég ekkert til að sinna synun í framtíðinni... og það er svo merkilegt að það eru gerðar endalausar kröfur á að maður "passi" sjálfan sig... og fari vel með sig og sinni sér... en Hvernig á maður að fá 2 tíma á dag til að fara í ræktina... hver er með barnið á meðann ... einginn... ekki hægt... þar fór það... hver er með barnið á meðann ég fer í 1/2 tíma göngutúr á kvöldinn ... einginn... ekki hægt... Hvernig á ég að geta sinnt mér til þess að vera sterkari fyrir hann...??? eingin svör bara kröfur... Gerfið og samfélagið dæmir mann endalaust... fyrir að vera feit og sinna því ekki, fyrir að vera þunglyndissjúklingur og ná ekki að sinna því ... Fyrir að vera veik í baki.. mannig sjálfum að kenna því að maður er of þungur... lifrin mjög veik... ja... útaf stressi og streitu ... þá á maður BARA að slaka á ... taka sér frí... gera eitthvað skemmtilegt... HVERNIG..??? HVernig í Anskotanum á ég að fara að því ... ég er með Barn sem er rúmmliggjandi 24/7 eða er í hjólastól ... fer ekki í skólann... á ekki föður sem hjálpar... og er algerlega háður hjálp með nauðsynjar í lífinu... pissa og kúka og borða og allt... HVERNIG Í ANSKOTANUM Á ÉG AÐ FARA AÐ ÞVÍ AÐ SINNA SJÁLFRI MÉR???  

Svo kraumar reiðin núna útaf þessu síðasta með strákinn...  Það hljóta að eiga að standa á blöðum með lyfjum ef þau lyf valda taugaskemdum.... er það ekki tiltölulega mikilvægar upplýsingar ...?? það finnst mér... því ef við hefuðum haft þessar upplýsingar fyrr þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir þær kvalir sem barnið hefur þurft að líða síðustu vikurnar... og hvað þá þetta hjólastóla mál... hvað er það... barnið á rétt á stól við sitt hæfi... stól sem hentar honum og hans þörfum...

Semsagt mér finnst við bæði mæta mikilli mótvindi og jafnvel hreinlega lélegri þjónustu núan og ég æta að vona að við séum þau einu því að svona farmkoma frá félagkerfinu þarf ekkert foreldir eða barn á að halda þegar gegnið er í gegnum ssvona eerviðleika... 

Ég veit að margir sem lesa þetta hættir í miðju og finnst ég bara væluskjóða og endalaust tuðandi um þetta... en það er þeirra mál hver þeirra viðbrögð eru... enda er það fólk sem ekki hefur gengið í gegnum neitt þessu líkt... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég las niður allt og skil margt sem þú segir, ég upplifði ýmislegt í sambandi við kerfið fyrir mörgum árum og komst að því að það er gagnslaust nema maður passi algerlega í boxin þeirra. Það gerði ég ekki og gat átt mig.

Kær kveðja

Ragnheiður , 6.2.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Ég las þetta allt hja þér elskan og tek bara undir þessi orð hjá þér heyr,heyr..Er sjálf að berjast við kerfið og sækja min réttindi en er ekki farin að fá svör og komin meiri en mánuður siðan..Ég fekk alveg upplysingar um það að ég myndi svona 90% fá neitun því barnið er ekki nógu veikt utansjáar sem er bara FÁRANLEGT þar með pössum við ekki inn i þennan kassa þrátt fyrir mikil veikindi,spitalavistanir og vinnutap...Ég er sjálf mikið ein i þessu með stelpuna og þarf mikið að vera heima i einangrun.Svo ég spyr bara lika hvernin eigum við að geta gert allt,þótt við séum nú ofurmömmur er ekki hægt að ætlast til þess að við getum sinnt öllu séstaklega einmitt þegar kerfið hjálpar ekki á móti:)

Koss og knús til þín sæta og þú stendur þig vel

Erna Sif Gunnarsdóttir, 7.2.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband