Enn lítið vitað...

Góða kvöldið...

Ég ákvað að setja hér inn smá línur áður en ég far að lúra... það verður nú ekki haldbær svefn gerið ég ráð fyrir ... það verður svo mikill umgangur hér líklega í nótt... Hetjan mín er með svo háan blóðþrísing að þeir ætla að mæla hann slatta í nótt ... svo er ég nú viss um að kvalirnar láti á sér kræla... en auðvitað vona ég bara að hann þessi elsku dúlla fái nú að sofa almennilegan nætursvefn ... svona útaf því að hann hefur lítið sofið í 3 vikur... Hetjan mín er orðinn svo kvekt og brotin eftir allar kvalirna síðustu vikur að það sem á að gera á morgun er að kalla til aðila frá BUGL hingað til okkar til að hjálpa til við málið... í leiðinni eru þeir að keyra upp lyfjaskammtinn á taugalyfjunum undir eftirliti... 

Það er alveg óráðið hvað við verðum lengi hér í borginni... Jæja ég ætla að vera skinsöm og hvíla mig og reyna að sofa á meðann Hetjan mín sefur...

Guð blessi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sifjan

Æji þetta er svo sorglegt allt saman... er bara ekki komin nóg.... vona að þið fáið þá hjálp sem þið þurfið þarna í Reykjavíkinni... Reyndu að fara vel með þig Magga mín... einn dagur í einu...

Sifjan, 3.2.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Ragnheiður

Blessað barnið, hann á að vera kátur að leika sér en ekki veikur sífellt á spítala. Það er rétta lífið fyrir glaðan dreng.

Vonandi finnst eitthvað fljótt út úr þessu.

Knús og góðar kveðjur til ykkar beggja

Ragnheiður , 3.2.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Aprílrós

Gangi ykkur vel og vona svo sannarlega að það komi góðar fréttir eftir rannsóknirnar .

Aprílrós, 3.2.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband