Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Hetjan og mamma á spítalanum... Englar í samfélaginu...
Já ... mamma og Hetjan mín eru kominn inná herbergi á Barnaspítalanum og það er búið að kalla til alla þá sérfræðinga sem að málinu snúa... Það á ekkert að taka neinar ákvarðanir fyrr en á morgun ... það eina sem á að gera þangað til að að linna kvalir Snúðsinns míns og hafa hann undir ströngu eftirliti... Þannig að ég fer ekki suðust fyrr en á morgun. Ég er búinn að nota orkuna í að þrífa og taka til hér svo að þegar Hetjan mín kemur heim aftur kemst hann alla sinna leiða hér heima í hjólastónum sínum...
Ég er nokkuð róleg yfir þessu "þannig" ef maður getur verið rólegur... en ég veit að Hetjan er á þeim stað þar sem allir bestu sérfræðingarnir eru ... Þannig að ég ætla að halda áfram að rútta hér til og lagfæra áður en ég tek svefntöflu svo ég verði tilbúinn í suður ferð snemma á morgun.
Af gefnu tilefni langar mig að þakka öll þau símtöl sem ég hafa borist síðusta sólahringinn ... það er ómetanlegt að fá að heyra og finna þann hlíhug og vilja fólks til að aðstoða okkur... Takk fyrir það frá mínum hjartarótum... Guð vernid og geymi ykkur , þið eruð sannarlega englar að mínu mati.
Kveðja...
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 20:20
893 8774, ef ég get eitthvað gert
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.2.2009 kl. 20:44
Guð gefi ykkur stirk.
Aprílrós, 2.2.2009 kl. 00:33
Sendi ykkur styrk og kærleika
Erna Sif Gunnarsdóttir, 2.2.2009 kl. 12:53
Sendi ykkur góðar hugsanir og kærleikskveðju
Hólmgeir Karlsson, 2.2.2009 kl. 13:14
Leiðinlegt að heyra með hetjuna þína, vonandi verður hann fljótur að ná sér uppúr þessu sem er að hrjá hann. Veit að hann er í góðum höndum uppá Barnaspítala, maður þekkir þetta lið of vel.
Knús til þín og hetju þinnar.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 2.2.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.