Staðan í dag...

Góðann daginn kæru lesendur...

Það sakl viðurkennast að ég hef ekki haftmikla löngun eða vilja til að skraf færslur hingað inn síðustu vikur eða mánuði... það eru nokkrar aðstæður fyrir því  t.d. eins og þreyta og ringulreyð í lífi okkar mæðgininna síðustu vikur... Flutningar og allskonar auka orkufrekir hlutir. Það sem hefur tekið messtan tíman minn er Hetjan mín sem er búinn að vera mjög veikur síðustu vikurnar... Síðustu vikurnar hefur hann verið mhjög kalinn í fótunum sem hefur hrjáð hann dag og nótt ... eingin verkjalyf hafa virkað á þetta og í raun jókst þetta dag frá degi þar til í gær sem upplýsingar fengust sem vonandi verða til þess að hann lagist... en staðan er orðin þannig að hann er búinn að vera rúmmliggjandi í 2 vikur og getur ekki gengið ... í gær fékk hetjan mín hjólastól... Niðurstaðan er sú að það fundust heimildir þar sem er sagt frá þvi að ef lydið er tekið inn lengur en 4 mánuði geti það valdið alvarlegum taugaskemmdum... og það er talið núna að það hafi verið að grassera síðustu vikur... Núna er búið að setja fullt stopp á lyfin og krossa fingur að síkillinn í höfðinu á Hetjunni minni sé dáin... því í raun eru eingin lyf til fyrir þá baráttu... 

Við hér í þessari litlu fjölskyldu erum farin að læra táknmál... og sem betur fer erum við komin á aðra hæð og með meira rými svo að hjólastólinn kemst fyrir hér ...  

Það skal viðurkennast að þessa dagana sit ég bara og hugsa ekkert því að það virðist sem að þegar ég er farinn að sjá fyrir endan á einhverju hér þá kemur vanalega eitthvað annað ... þannig að núna verður ekkert ákveðið annað en að reyna að njóta hvers dags útaf fyrir sig... 

Sálfræðingurinn minn talaði um að svona ferli heði viss stig... sorg, pass, reiði og svo framvegis... ég er búinn að vera á pass stiginu núna voða lengi... en það vottar fyrir því að ég sé með aðeins sterkari tilfinningar núna... það vottar fyrir reiði... en ég er rétt að finna útur því núna og er að reyna að skilgrina hana svo hún komi og fari sem fljótast aftur... En það skal viðurkennast að ég er orðin nokkuð þreitt á þessum verkefnum... ég skil ekki tilganginn með þvi að láta barnið þjást svona... eða bara þetta allt saman...nú er mig farið að langa að vita tilganginn... ég er nátturulega bara frekja að vilja vita þetta...en... sjálfselska... hroki í mér eða hvað er þetta...?? ég er bara ringluð núna...

Jæja... þá hafið þið fengið gróflega að vita hvað hefur verið síðustu vikurnar hér... 

Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku stelpan mín, og ég les og tárast. Var ekki komið nóg álag ?

Vonandi tekst að gera sem allra mest fyrir fallega drenginn þinn.

Kærleikskveðjur til ykkar beggja

Ragnheiður , 31.1.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Elsku Magga mín, ég vildi að ég gæti sagt eða gert eitthvað til þess að létta á ykkur mæðginum álagið.

Magga mín ég veit að það er erfitt en þú verður að huga að sjálfri þér í öllu þessu ferli, gráta, verða reið, fara í göngutúra og svo framvegis.

Æi mig langar að segja svo margt en er eiginlega bara orðavant. En mig langar líka að spyrja. Er von á að þessar skemmdir gangi til baka, hvernig stóð á því að læknarnir vissu ekki að lyfin valdi taugaskemmdum séu þau tekin of lengi?

Guð gefi þér styrk og æðruleysi til þess að takast á við þessi næstu skref í lífsgöngunni kæra vina

Hlý kveðja til ykkar Ragnars frá okkur Skírni

Guðný Jóhannesdóttir, 31.1.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Aprílrós

Elsku stelpan mín, vildi að ég gæti gert eitthvað til að lina verki og þjáningar sonar þíns en get ekkert gert nema biðja og biðja fyrir honum og þér.

Sendi ykkur ljós og kærleik . Hann er heppinn að eiga þig sem mömmu, mömmu sem hugsar svo vel um hann.

Kærleiks knús til ykkar .

Aprílrós, 1.2.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband