jæja... Ný stefna tekin...

Halló kæru lesendur...

Þá erum við loksinns orðin tengd umheiminum aftur... Það var reyndar soldið notalegt að vera bara eins og í gamla daga ekki með heimasíma né netið... maður nýtir tímann sinn á annan hátt þegar þannig er... hehehheee... þá aðalega í að sofa... Það skal viðurkennast að ég er að reyna að ná eins mörgum svefntímum núna og hægt er. er slatti þreytt og þeklaus eftir þetta... En við fluttum á laugardaginn og svo skilaði ég af mér hinni íbúðinni á mánudaginn... kláraði að ganga frá öllum papírum á þriðjudag... Svo hófst brjálðuð byrjun á endurhæfingu minni... það er nærri full vinna að fara til alla lækna, ráðgjafa og þjálfara... Það var ekki fyrr en í dag sem ég hafði smá tíma til að ráðast á þetta hér... ég byrjaði í gær að klára að setja upp hillur í þvottahúsinu og svo setti ég upp Hansa hillurnar mínar áðan hér á ganginum... þannig að núna eru komnar upp hillur sem geta rúmað  mikið innihald margra kassa... víví..núna get ég farið að losa um þetta allt... ég er enn ekki alveg buinn að ákveða hvernig ég vil hafa þetta hér hjá mér... þannig að ég set ekkert naglfast fyrr en ég veit hvernig þetta á að vera...:o) hehehe... jæja.. ég ætla að halda áfram að koma mér fyrir hér á þessum yndislega stað... 

KNÚS ... Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Frábært að heyra að þetta er allt að koma hjá ykkur ;)

Það er engin smá keyrsla að koma öllu í fastar skorður hjá manni í svona prógrammi en ég veit að þú átt eftir að tækla þetta af tærri snilld eins og allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur....

Kiss og knús

Monika Margrét Stefánsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband