Verð netlaus á næstunni....

Halló kæru lesendur...

Mig langaði bara að setja hér inn smá fæsrslu áður en ég verð netlaus um tíma... Ástæðan er að ég er að flytja í fyrramálið... Smile já við mæðginin erum loksinns að komast í betra húsnæði sem hentar okkur, þá sérstaklega Hetjunni minni miklu betur... Kl 10 í fyrramálið kemur hér vaskur hópur karla og kvenna sem ætla að hjálpa okkur að drífa þetta af... LoL ég á svo mikið að frábæru fólki þannig að þetta tekur ekkert langan tíma ... fullt af höndum.. og lítið innbú... hehehee.... en allavega þá er ég ekki komin með síma eða net í nýju íbúðina... þannig að ég verða að láta mér duga að glápa á imban í næstu viku... eða koma mér fyrir í flottu íbúðinni okkar... tær snilld..Tounge

Hetjan mín fór í sína 18 svæfingu í gær og markmiðið var að gera gat á hljóðhimnuna og taka sýni...  en þetta virtist allt vera þurrt þannig að það var lítið um sýnatöku sem er frábært...Wink svo fór hann í tölvusneið myndatöku og eigum við eftir að fá útúr henni en það voru allir læknar voða ánægðir með þetta og bjartsýnir á að það fari að líða að því að við getum farið að telja niður síðustu 6 mánuðina... í lyfjameðferðinni... það væri náttúrulega yndisleg leið til að byrja nýtt ár að fara að sjá fyrir endan á lyfjatökunni... og þessu ölllu... SmileVið eruð að bíða eftir svari um táknmálskennsluna sem við erum að fara að byrja í og svo er verið að vinna í því að finna skólalegar og félagslegar lausnir fyrir þessa elsku... sem víst er orðinn opinberlega skráður með fötlun sem er mikli og varanleg heyrnaskerðing... en það lýtur samt út fyrir að hann heyri aðeins betur með nýja heyrnatækinu sem hann fékk um jólin. Hann er á fullu að æfa sig að vera með það og finn ég mikinn mun á þvi þegar hann er með það...Smile

en allavega þá byrjum við nýtt ár með trompi ... sem er okkur líkt... hehehhe ToungeTounge

Knús og kærar kveðjur .... Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Mikið eru þetta gleðilegar fréttir, allt að ganga svo vel hjá honum.

Gangi ykkur vel í flutningunum og að koma ykkur fyrir í nýju íbúðinni.

Líka gott að fá smá tölvupásu einstaka sinnum í smá tíma.

Góða helgi til ykkar elskurnar ;)

Aprílrós, 9.1.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Gangi ykkur vel i flutningunum sæta min

Koss,koss og knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 14:23

3 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

til hamingju með nýju íbúðina þína elskan og vonandi á ykkur eftir að líða vel þar. Mér leyst mjög vel á hana :)

Kiss og knús yndislegust

Monika Margrét Stefánsdóttir, 11.1.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Jac Norðquist

Gangi ykkur sem allra allra best kæra bloggvinkona

Jac

Jac Norðquist, 12.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband