Laugardagur, 3. janúar 2009
Nýtt ár...
Sælt veri fólkið...
það er víst komið nýtt ár enn eina ferðina og virðist hraði tímans ekki linna þótt að maður gjarnan vildi... sonurinn kominn á 8 ár og ég á mitt 35... mamma á sitt 65... maður verður endalaust eldri... hehehee... sem er hið besta mál í alla staði... Sem betur fer þá nýtir maður daganan í það að verða betri með hverjum degi og hverju ári sem líður...
Hetjan mín kom fyrr heim en áætlaðvar ... elsku snúðurinn var farinn að sakna mömmu og ömmu svo mikið að hann vildi koma HEIM... Enda ekkert mál að hann komi heim fyrr... Hann syngur og raular allan daginn... og mjög glaður að vera kominn heim... Hann og ég erum að undirbúa 18 uppskurðinn og svæfingu í næstu viku.... Það er skal viðurkennast að kvíðinn fyrir niðurstöðunum er farinn að læðast að mér en ég reyni líka að hugsa um það...
ég skal viðurkenna að ég er ekki í miklu stuði til að blogga þessa dagana... þannig að ég ætla ekki að hafa þetta nóg í bili...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Gleðilegt ár ,elskurnar!
Gangi ykkur rosalega vel í næstu viku, er alltaf að hugsa til ykkar...
Knús og kossar
Guðrún Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 23:31
Elsku vina , knús og meira knús og helling af knúsi ljós og kærleik gef ég ykkur, . Ég hef trú því að uppskurðurinn gangi vel og sé jákvætt .
Verum jákvæð en skil ofurvel að kvíðinn læðist að .
Kærleiks kram ;)
Aprílrós, 4.1.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.