lömuð af vanmætti...

það er mér ervitt þessa stundinar að finnast ekki að ég eigi að vera gera eitthvað annað en það sem er í gangi akkúrat núna... Hetjan mín fór suður í dag, það var ervitt því að hann vildi ekki fara og þurfti allskonar degstrun til þess... Hvað þá þegar hann frétti að hann ætti að vera fyrstu nóttina hjá pabba sínum þá vildi hann alls ekki fara... "ég vil bara vera heima þvi að þar líður mér best" kjökraði hann endalaust...VVÁÁááa... hvað þetta var ervitt... og ég er ennþá með hjartað í hnút þótt séð liðnir nokkrir klukkutímar... Ég þurfti ýtrekað að senda sms suður til að fá að vita hvort hann væri lenntur og til að fá upplýsingar um hvernig honum liði... en fékk ekki svar fyrr en seins og síðar meir sem hljómaði svona... "lenntur og í lagi" ... úfff ég skal viðurkenna að mér líkar einganveginni við þetta en ... það sem ég lifi á núna er að ég veit að föðurfjölskyldan hans myndi alldrey meiða hann... það er það eina sem ég get verið 100% um... en annað veit ég ekkert um því að þau láta mig alldrey vita hvernig hlutirnir ganga og svoleiðis... það er bara " þetta reddast" ... og þegar Hetjan mín er annars vegar finnst mér það ekki nóg... það er á hreinu... en jæja... núna er það æðruleysið sem gildir og að reyna að nýta tímann vel... ég samt sit hér núna máttlaus af deðurð og vanmætti gagnvart því að geta ekki verndað barnið mitt... tekið utanum hann og tryggt það að hann sé glaður og sáttur... ekki hræddur, einmanna eða kvíðinn... 

Mér finnst hrillega ervitta að senda barnið mitt til manns sem barnið hefur lítið sem ekkert séð síðustu 2 árin, manns sem talar ekki við mig eins og manneskju eða bara yfihöfuð talar við mig, inná heimili sem ég hef alldrey séð og til konu sem ég hef alldrey verði kynnt fyrir eða talað við, sem talar ekki íslensku...  Til manns sem hefur í gegnum tíðina verið svo tilfinnigalega lokaður að hann virðist frekar vilja fara til útlanda þegar barnið hans er mjög veik inn á spítala, eða flýr til útlanda þegar hann missir dóttirsína og gleymir að sinna elsta barninu og því minnsta... Manns sem hefur lagt á mig hendur og og hugsar nr.1,2 og 3 um sjálfan sig... en hvað get ég gert... "ég er pabbinn"  heyri þau ÖRFÁU skipti sem hann vill hitta Hetjna... DDööö ég veit það... það fer nú ekki framhjá neinum að hann á þennan strák... en... samt ekki... ég á hann innað beini... 

ÆÆÆÆiiii ... ég ætla að hætta þessu núna... ég ver eitthvað svo ringluð og hreinlega óglatt af vanlíðann.. bæbæ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Elsku dúllan mín, ég vildi að ég gæti tekið utan um þig núna. Er hjá þér í huga elskan mín.

Aprílrós, 26.12.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff þetta er ekki auðvelt....stundum þarf maður að sleppa til að ganga ekki af vitinu.....knús og kossar á þig

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.12.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Æji hvað ég finn til með þér.
Knús til þín.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 27.12.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband