Hátíðin kemur... stæðasta jólagjöfin mín...

Góða kvöldið að aðfaranótt aðfangadags... Núna mega jólin koma til okkar mæðginanna því að allt er að verða klárt hér...

Hetja mín fékk eina af sínum stæðstu jólagjöfum núna undir kvöldið... Pósturinn byrtist hér með heyrnatæki fyrir vinstra eyrað... og ég get ekki lýst svipnum sem koma á þetta yndislega andlit þegar ég setti tækið í eyrað og kveikti... "mammma... ég heyri MIKLU betur..."  og hann vildi ekki taka það úr sér því þá fann hann strax hvað hann heyrir illa...Þvílík gleði og fegurð að sjá hann upplifa heyrn á ný... Ég hefði ekki gertað fengið betri jólagjöf... elsku snúðurinn minn...

Við fórum í dag á spitalan í okkar vanalega tékk... og það svosem kom ekkert nýtt útúr því annað en að Hetjan mín fær grænt ljós frá læknunum til að fara suður í lengri tíma. Þeir meira að segja hvetja til þess svona okkar beggja vegna. Ég er búinn að ákveða að það sé holt og gott fyrir okkur bæði að hann fari suður... ég er farinn að skipuleggja tímann á meðann hann er ekki heima og bara farinninn að hlakka pínu ponsu til... sé fyrir mér að geta nýtt mér ljósakortið sem ég á... sem dæmi... ætla jafnvel að kíkja aðeins í ræktina til að minna mig á hvað er að taka við þegar jól og áramót eru liðin. 

Ég er búin að öllu sem á að gera núna fyrir svefninn... Hamborgarhryggurinn soðinn, ísinn tilbúinn í frystirnum og franska súkkulaðikakan að kólan... þá er bara hangikjötið, sallöt og súpan á morgun... og svo árlega jólabaðið... heeheheee...  Þetta kemur allt hægt og rólega... Það kveikir hjá mér jólagelði þegar ég er að stússast svona í eldhúsinu... það er staður sem ég elska að eiða tíma mínum á... Ég fer í einhvern draumaheim þegar ég fera að spila á bragð.- og lyktarskyn mitt... rosalega skrítið...

Ég og læknirinn hans Ragnars vorum aðeins og líta til baka í dag ... það er mér eigilega ómögulegt að rifja upp þetta ár... ekki bara útaf því að það er ervitt heldur líka bara hvað það liggur mikil reynsla og þroski á bakvið þennan tíma... Við mæðginin höfum breist mjög mikið og komum við til með að bera þessa reynslu með okkur allt okkar líf. Mér er hugsað til þeirra sem hafa staðið storminn með okkur og þeirra sem ekki hafa þolað álagið eða breitingarnar og hafa fallið frá vináttu okkar á þessu ári. Maður sér bæði fólk og stundir allt öðru ljósi núna en fyrir ári síðan. Það er ekki allra að standa svona verkefni en maður óskar öllum þeim sem ekki gátu að þeir fái sinn þroska þá á annan hátt og með öðru fólki, því að það er mjög augljóst hverjir eru vinirmanns og hverjir ekki... 

Ég sest niður í gær kvöldi og leifið mér að opna jólakortin mín í róg og næði... Mig vantaði smá upplifitngu í daginn til að geta klárað það síðasta... Það gaf mér mikla hlíju, gleði og hamingju í hjartað að lesa öll þau fallegu jólakort sem mér hafa borist þetta árið... og má segja að þau hafi bjargað jólunum þetta árið því að eftir þá lesningu var allt komið á sinn stað aftur og ég gat lagt til hliðar þær erviðu hugsanir sem leitar á mann á svona hátíðum... og eiga þeir sem hafa sennt í ár kort þökk skilið...

Ég var aðeins að vafra á netinu og fann þetta hér og fannst mér það eiga vel við og í leiðinni við ég óska ykkur kæru lesendum Gleðilegra hátíðar...

Guð blessi ykkur öll og meigi ljós hans lýsa ykkur um ókomna tíð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég var að horfa á sjónvarpsfréttirnar í kvöld og þar var verið að tala um barnaspítalann, ég hágrét yfir fréttum að börnum sem fá að fara heim af spítala um jólin, mikið dáist ég að þér Magga mín hvað þú stendur þig og hvað þú stendur þig gagnvart hetjunni þinni, ég hef verið að hugsa um þetta í kvöld, og ætla að muna eftir að vera þakklát, þakklát fyrir að eiga son sem er bara stundum pínulítið erfiður ... ég er ótrúlega lánsöm, takk fyrir að eiga þátt í því að opna augu mín fyrir því, megir þú eiga friðsæla jólahátíð og guð veri með þér

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Jac Norðquist

Gleðileg jól kæra bloggvinkona. Takk fyrir bloggvináttuna á árinu og vonandi á komandi árum.

Bestu kveðjur

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 24.12.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Elsku Magga hafið það sem allra best og gleðileg jól mín elskulegasta....

Knús og kossar á ykkur bæði

Monika Margrét Stefánsdóttir, 24.12.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband