Laugardagur, 20. desember 2008
Steikingadagurinn mikil...
Góða kvöldið kæru vinir og vandamenn...
Þetta var dagurinn sem við mæðgur bökum rúgbrauð og gerum laufabrauð og kleinur... Ég sit hér og núna og anga af steikingarfeiti og brælu... en við erum alltaf svo glaðar þegar við erum búnar þessu... Núna sit ég og er að gera matseðil fyrir aðfangadagskvöld... ummm.... namminammm... veislumatur... það er mitt mál.. Rjómalöguð-lauksúpa með heimabökuðu brauði. Í aðalrétt svínahryggur með öllu sem hugan girnir, rauðkál, rauðlauksmarmelanði, epla-róðrófusallati, karamellu-kartöflun, ferskurauðkálssallati, mais, súrum gúrkum, rjómavillisveppasósa og margt fleira. Svo til að toppa matinn verður heimatilbúinn vanilluís og frönsksúkkulaðikaka.... Ostar og krækiberjahlauð í nætursnarl... uuuummm vá havð ég hlakka til... jamm jamm.. ég fé vatn í munnin af tilhlökkun.
Hetjan mín er að ná sé af þessari pest sem hann fékk... uppskurðinum á 18. var fresktað því að hann var með svo mikinn hita og kvef í lunguna... en hann er allur að hressast... það vesta við þetta er að hann þurfti að fá astmasryin aftur og það þýðir að hann er 80% örari en vanalega... og úff ég skal viðurkenna að ég hef ekki alveg orku í svona öran einstakling... hehhee... en þetta er líla fyndið á sinn hátt...
Jæja ég ætla að fara í bað og ná steikarbrælunni af mér... Guð geymi ykkur..
Athugasemdir
Ég sé að andinn er aðeins betri núna en þarna fyrr í mánuðinum. Gott að vita.
matseðillinn hjá ykkur á aðfangadagskvöld er til að æra óstöðugan, segi það satt.
Eigið virkilega gleðileg jól
Jóna Á. Gísladóttir, 21.12.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.