Fimmtudagur, 18. desember 2008
In the Arms of the Angels...
Ég heyrði að uppáhaldslagið mitt er komið með íslenskan texta... sá það í Kastljósinu í dag... Þetta lag hefur fylgt mér síðan City of Angels kom út... og hlustaði ég MJÖG mikið á það þegar ég var ófrísk... þannig að Hetjan mín sagði einmitt... mamma ég kannast við þetta lag einu sinni... bara sætur... Ég semsagt setti hér vinstrameginn lagaspilara með þessu frækna lagi... Mér finnst texti þess alltaf jafn viðeigandi fyrir mitt líf... Ég væri til í að eiga þetta lag með íslenskum texta ef einhver gæti sagt mér hver það er sem er að gefa það út núna...
Við fengum yndislega heimsókn áðan... algerlega óvæng og mjög ánægjuleg þótt hún hafi verið stutt... Hún María Jespersen vinkona mín kom við hér með glaðning handa okkur... smá ljósgleði handa mér og svo lumaði hún sér með syninum frá og þau pukruðuðs aðeins... auðvitað var ég forvitin... en ég fékk að vita frá henni svo á eftir að hún hefði ákveðið að senda ekki jólakort í ár heldur gefa Ragnari peninginn svo hann kæti farið og keypt jólagjöf handa mömmu sinni... VÁÁááá... ég er eigilega orðlaus yfir því hvað fólk hugsar fallega til okkar stöðugt... og ég vildi að ég gæti gefið af mér á sama hátt til þess að sýna þakklæti mitt... ég hef nú trú á því að ég geri það einhverntíman... þótt það sé ekki núna akkúrat... en það eina sem ér get sagt að ég er hrærð og orðlaus yfir svona yndilsegri hugsun... Takk María... þú ert einstök perla...
Jæja... ég ætla í háttinn... svo að það verði nú eitthvað úr morgundeginu...
Athugasemdir
Fallega gert hjá vinkonu þinni :)
Hólmgeir Karlsson, 19.12.2008 kl. 00:07
frábær hugmynd hjá henni...eruð þið að hressast?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.12.2008 kl. 02:12
Já hún María er bara frábær... þetta er svona akkúrat hún :=)
Sifjan, 19.12.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.