við erum bara veik bæði...

Já við erum bæði með hita, hálsbólgu og heifrarlegt kvef... við sofnuðum bæði fyrir kl.9 í gær og vöknuðum 12 tímum síðar ennþá með hita og slen... En við verðum samt að halda áfram að klára jólagjafinrar þótt að við séum ekki í ástandi til þess... þannig að gjafirnar eru nú ekki stórar eða vel út pældar... Blush en það verður víst að duga og núna er það hugruinn sem gildir... Wink ... meira að segja er jólastrákurinn minn ekki í stuði til að gera jólapappírinn og föndra eins og vanalega... þanni að þetta verður allt mjög heðbundið frá okkur þetta árið.. Ég er búinn að koma vinnuborðinu mína og borðtölvuni í geymslu þannig að það er pláss fyrir jólatréið sem er komið hér uppá gólf til okkar... og við ætlum að reyna að finna orku í að koma því upp núna næstu daga... einnig var tekin fram gömul rafmagnslest sem ég erfði frá danmörku og er búinn að gleðja 3 kynslóðir ... þessi lest á að fá að fara hring í kringum tréið þetta árið... allt mjög gamaldag... og skemmtilegt...

Það sem ég finn svo til þessa dagana að mér finsnt tíminn sem ég á með Hetjunni minni eru svo miklu mikilvægari en allt annað... og í rauninni gleymdi ég að kaupa gjafir sem ég er vön að senda frá mér (mamma minnti mig á það áðan) aðalega bara því að það er svo margt annað sem mér finnst skipta meira máli... Skrítið hvað eitt ár getur breitt veruleikamati manns... en mér finnst breitingin til hins betra ekki spurning...

Jæja ég ætla að gera eitthvað á meðann verkjatöflurnar virka áður en ég þarf að fara á pósthúsið..

Bless í bili... Guð geymi ykkur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

vonandi hressist þið sem fyrst elskurnar...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband