Það styttist í jólin...

Góðann daginn... Já það er víst að jólin koma saman hvað er annað í gangi. Núna erum við mæðginin í róleg heitum hér heima því að Hetjan mín er með hita, hálsbólgu, hör og eyrnaverk (meiri en vananelgar). Þessari elsku hefur greinilega tekist að ná sér í þennan skít fyrir sunnan því að hann var strax á sunnudagsnóttina orðinn slappur. Þetta er svosem ekki það sem vekur mig til umhugsunar heldur það að hann er að fara í uppskurð og svæfingu sem ekki er hægt að fresta... og mér skilst að það sé ekkert sniðugt að svæfa fólk með hita og kvef... en þau uppá spítala fylgjast vel með núna... ég talaði við þau í gær. Þannig að við reynum bara að vera í rólegheitum hér heima...Ég komst í smá jólagír á sunnudaginn en svo hætti það aftur... ég er samt búinn að taka meirihlutann til hér, þótt að allt hafi farið í drasl í gær þegar við mæginin ákváðum að dreifa út föndurdótinu okkar og klára að skreyta jólakortin og það ... auðvitað erum við ekki búin að ganga frá því aftur... hehehe... þetta lýsir mér soldið þessa dagana... sprengikraftur í smá tíma og svo ekkert í einhverntíma... hvernig fer þetta þegar ég flyt... úfff... jæja það hlítur að ganga einhvernveginn... Ég er búinn að fá nasaþefa af þvi að Búseti ætlar að skvera íbúiðna extra áðurn en við flytjum... við fáum nýtt parket á alla íbúðina, hún veður öll máluð og svo á að skvera baðhebergið líka... þannig að þetta verður ekkert smá flott ... og ég hlakka til þess því að allt hér er í mikilli niðurnýslu... gluggarnir óþéttir og allskonar vesen... Ég er aðeins byrjuð að setja í kassa og hagræða til að þetta taki minni tíma þegar að þessu kemur... Föðurfjölskyldan vill fá Hetjuna mína suður 26.des og til 4.jan... og væri það fyrstu 10 dagarnir sem ég fæ frí í 2-3 ár... auðvitað væri það kærkomið... en mig hvíður líka fyrir ... en ég hef svosem nóg að gera með þessa flutninga þannig að það kæmi sér vel. Ferð hetjunnar minnar suður um síðustu helgi virtist ganag ágætlega... þótt hann hafi ekki verið viss hvort hann ætlaði suður eftir jólin... ég fékk eitt símtal á laugardeginu sem var óþægilegt, þar sem amman var mjög reið yfir því að Ragnar vildi ekki fara til pabba síns... og sagðist vera í miklum vandræðum með hann... Ég bennti henni á að hún væri vinsælli en pabbinn, ég bentti líka á það að hann hefði ekki ugengist föður sinn í noggur ár... og svo að hann væri veikur og það væri síðdegi núna og hann væri líklega bara orðinn mjög þreittur og viðkvæmur...  ég ræddi soldið við hetjuna mína en gat lítið gert í málunum í gegnum síma frá Akureyir... en Hetjan kom bara ágætlega sáttur heim á sunnudaginn og hefur ekkert nefnt neitt varðandi þetta atvik...en ég á nú eftir að ræða aðeins við hann um málið til að fá hans líðan á hreint áður en ég sendi hann í lengri dvöl suður....

jæja.. ég er með samviskubit yfir því að sitja hér við tövuna nokkurm dögum fyrir jóla og vera ekkert að gera annað en að vera í leti... kannski maður gangi frá eftir okkur síðan í gær... 

Guð geymi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Sæl gamla

 Mér finnst þetta nú fullmikið að biðja um barnið í þetta langan tíma eftir þetta langan tíma, þú veist hvað ég meina er það ekki.

Sjálf á ég fóstudóttur þar sem foreldrarnir voru ekki saman en allt í góðu og maðurinn minn hefur alltaf sinnt henni en umgengni aldrei verið regluleg við förum því ekki fram á jól eða áramót.  Mér finnst allt í lagi frá öðrum í jólum fram á daginn fyrir gamlársdag eða eitthvað en hitt er svolítið mikið. En þetta eru bara mínar hugleiðingar.

Gaman að sjá þetta með íbúðina, þetta verður mikill munur fyrir ykkur. Það er svo skrítið að ég er mun ófeimnari við að kommenta hér á læstu blogginu.

he he

alla vega hafðu það gott vina mín

hlý kveðja

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 16.12.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehe.e.. ég skil... ég er líka ófeimnari við að skrifa...  Og jú elskan mín ég skil líka þetta með veru stráksinns fyrir sunnan... enda er ég líka í vafa með þetta... en við skulum sjá til hvernig þetta fer..

Takk fyrir innlitið mín kæra og ég hlakka til að fá komment frá þér því að ég met þína skoðun mikils...

Knús... og kossar...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 17.12.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Innlitskvitt og knús

Svanhildur Karlsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband