Laugardagur, 6. desember 2008
Ungur nemur gamall temur...
Góða kvöldið kæru lesendur...
Það er búið að vera mikið í gangi hjá mér síðutu vikur og verðu ég að viðurkenna að ég hef smá samviskubit yfir því að hafa ekki sinnt Hetjunni minni mikið þennan tíma... en þannig er það bara stundum að maður verður stundum að sinna sína líka...sem ég svo sannalega hef gert... En dag var breyting á því að við mæðginin og amman ákváðum að fara uppí Mývatnsveit og gera okkur glaðan dag.
Hetjan mín er svo mikill jólastrákur og á þessum tíma fer jólasveinahúfan ekki af hausnum, þannig að ég tók mig tók mig til og saumaði alvöru þykka og hlýja jólasveina húfur fyrir hann þannig að honum yrði nú ekki kalt á ferðum okkar á þessum tíma. Húfan góða fékk auðvitað að fara með í sveitina í dag og ekki veitti af því að vindurinn var ekkert að hlífa okkur og má segja að hann hafi bitið kinnar vel en auðvitað létum við það ekkert á okkur fá því að það var mikið af skemmtilegum hlutum að gerast.
Við byrjuðum á því að renna uppí Dimmuborgir því að eins og allir vita þá eiga Jólaveinarnir heima á þeim slóðum og leika sér mikið í borgunum... og auðvitað voru þeir það í dag þegar okkur bar að garði... Auðvitað fengum við að taka myndir af þeim með Hetjunni svo að hann gæti sannað að hann efði hitt þá ... Þessi elska heldur í sína barna trú þessi jólin ... um það að jólasveininn sé til og finnst mér það bara í góðu lagi því að það líður að því að hann komist að því rétta ... Minn var nú voða feimin við þessa hávaðaseggi og bullukollur... Ég þekki nú þessa sveinka perónulega og mér finnst alltaf jafn gaman að sjá þá í þessum frábæru gervum... það væri ekki hægt að framkvæma þetta betru en þetta er gert í sveitinni.
Það hefur verið lagt mikið í búninga og gervi þarna og klikkar ekkert hjá þeim... Þeir sinna öllum börnum sem eru á svæðinu og passa að allir fái að njóta sín ...
Eftir útiverun í Dimmuborgum fórum við í Mývatnsstofu því að við vissum að þar væru konur sveitarinnar að bjóða gestum og gangandi að skera laufabrauð og fáð það seikt og tilbúið uppí munn eða með sér heim. Konur sveitarinnar eru náttúrulega hreinir snillingar í laufabrauðsskurði og hrönnuðust upp listaverkin í munngæti... Hetjan mín vildi nú ekki fara varhluta af þessu því að honum finnst laufabrauð MJÖG gott... Þannig að við rifjuðum upp það sem hann lærði í fyrra og ekki stóð á mínum... hann fletti og fletti... og endaði með því að hann var búinn að fletta 6 kökur á no time... þvílíkur snillingur... svo var hafist handar við að borða... hehehee.... ummmm honum finnst þetta svvvvooo gott... og fyrst að maður er svona duglegur að skera þá má maður líka vega duglegur að borða... Þau eru nátturulega sætust samana mamma og Ragnar á myndinni að fletta... Ungur nemur, Gamall temur ... það er á hreinu hér... og það er hlíjar mér svo um hjartarrætur að sjá og vita af...Þau eru snillingar saman og ég elska þau svo mikið og ég er svo rík að eiga svona dýrgripi sem eru með mér í lífinu...
Þegar Hetjan mín var búinn að fletta og borða nóg af laufarbrauði... þegar ég var búinn að knúsa allar þessar yndislegu konur sem hafa stutt okkur mæðginin í gegnum margt... og sent okkur góðar strauma... Þá lá leiðin í Jarðböðin því að jólasveinarnir voru væntanlegir þangað í sitt árlega jólabað.. það var nilld að sjá þetta ... þvílíkir leikarar og snilldar húmor...
Þetta er annað sinn sem við 3 förum í svona ferð fyrir jólin og það er á hreinu að við ætlum að gera þetta að árlegri ferð... ég bjó í nokkurn tíma í sveitinni á þeim tíma sem mamma var skólastjóri þar, svo hef ég unnir á nokkrum stöðum þarna líka og það er svo skrítið að Mývatnsveit er í rauninni eini staðurinn sem ég hef búið á sem mér hefur fundist ég geta kallað "heim"... og það er alltaf yndislegt að koma í sveitina... Ég ætla þegar ég verð ríka að eignast hús þar svo ég geti verið á svæðinu meira...
Ég verð að segja ykkur frá einu enn... eftir að ég kláraði kennsluna mína á föstudaginn þá var okkur oðið í Hádegismat á Friðriki V... mig grunaði ekki hvað beið okkar.. það var semsagt "þjónn í súpunni" sýning... og vá.. hvað ég hló mikið... jeddda mía... tær snilld... við fengum líka frábæra súpu...
Jæja ég ætla að hætta þessu núna... Guð geymi ykkur....
Athugasemdir
Þessi dagur hefur verið alveg frábær hjá ykkur..... Gott að heyra að þið hafið skellt ykkur í sveitina að gera skemmtilega hluti fyrir ykkur sjálf
Kiss og knús og haldið áfram að gera svona skemmtilega hluti
Monika Margrét Stefánsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:20
Flott húfa...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 21:50
Greinilega algjör ævintýradagur. Krús á ykkur :)
Hólmgeir Karlsson, 7.12.2008 kl. 21:54
Innlitskvitt og knús
Svanhildur Karlsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.