Fimmtudagur, 4. desember 2008
Áfangi að enda...
Jæja... þá er þessari törn að ljúka.. á morgun er yfirferð og sýning á verkum nemenda minna í áfanga sem gekk undir nafninu Hönnunarsmiðja... og það er á hreinu að það eru að koma útúr þessu mikið af skemmtilegri hönnun ... Ég hlakka mikið til að sýna ykkur myndir af afrakstinum... Nemendurnir mínir eru nú þessa stundina sveittir að klára kynningarefnið sitt og setja upp sýninguna...Svo hefst yfirferð hjá þeim á slaginu 9 í fyrramálið... Þau eru meira að segja svo metnaðarfull að það er einn nemandi minn sem ætlar að kynna verkefnið sitt í gegnum Skype því að hann þurftir að vera í öðrum landshluta í fyrramálið... Mér finnst þetta sýna mikinn metnað og frábær fyrirmynd.
Þetta er búið að vera mikill og skemmtilegur lærdómur fyrir mig líka. Það er þroskandi og gefandi að fá að kenna svona eins og ég hef fengið síðustu vikurnar... :o)
Hetjan mín er búinn að vera með mér í dag ... hann er búinn að vera slappur vegna lyfjanna en var rosa duglegur að vera með mér í skólanum í dag ... elsku kallinn minn ... hann er með magaverki, hausverk, orkulaus og með hitavellu... það á illa við 7 ára gutta að vera svona slappur... en sannar sig alltaf ... :o)
Jæja.. núna er að búa til mat handa snúðnum... hann er að safna orku...:o)
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Gangi þér vel elskuleg ;)
Kærleiks knús á þig.
Aprílrós, 4.12.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.