Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þakkir... í jólastemningunni og drasli...
Góðann daginn kæru lesendur, vinir og vandamenn...
Fyrst vil ég þakka ykkur stuðninginn við síðustu færslu... það hafa ófáir vinir mínir og nákomnir tekið upp símann alveg agndofa yfir þessu og stappað í mig stálinu... og svo þessi flottu komment sem hingað hafa borist líka. Takk kærlega fyrir það öll sömun.
Ég er ekki alveg búinn að taka meðvitaða ákvörðun hvað ég geri varðandi þá stöðu sem er kominn upp...þótt ég komi ekki á næstunni til með að ýja að hlutum varðandi úmrætt málefni. ( því miður vil ég ekki nefna það hér hver kontaktaði mig og afhverju, eða hver bennti á bloggið mitt í þeim tilgangi.) Ég er enn að hugsa þetta því að ég er ekki sátt...
EN nóg um það... Nú er kominn Fyrsti sunnudagur í aðvenntu og ég er á fullu núna þessa stundina að mana mig uppí það að moka út skítnum hér hjá mér, tengja öll fjöltengin og auka rafmagnsreikninnginn til muna með öllum jólaljósunum sem við eigum ... Það skal viðurkennast að það að mana sig í svona tekur sinn tíma... núna er jólaskrautskassinn búinn að vera hér í gangveginum hjá mér í nokkra daga, ég er örugglega búinn að tábrjóta mig okkrum sinnum á honum þannig að núna er tíminn að drífa þetta upp... ekki sinna vænna... Því að ég þarf jú að taka allt niður 1.jan og flytja... Ég er hinsvega vís með að setja það upp í nýju íbúðinni líka...
Þetta er allt soldið flókið fyrir minn yfirsetta heila... að vera í því að taka til hér og gera jólalegt en í leiðinni vera með hugann við það að flytja... en ég hef svosem ekki áhyggjur af því því að tvíburinn í mér er svo spenntur að gera þetta allt í einu... hehehee.. Mér finnst alltaf svo gaman að flytja og búa mér til betra heimili í betri aðstöðu... þannig að þetta verður bara gaman... Ég ætla einmitt í vikunni af fara niður á Búseta og fá að kíkja á íbúðina tóma...svo ég geti tekið mál og notað jólin til að koma mér fyrir í huganum... UUmmm ohh ég hlakka til... ég er meira að segja farinn að safna að mér fólki til að hjálpa mér í flutningum... ehehhehee... er einhver hér sem bíður sig framm...thíhíhííiii...
En kæru lesendur ... þið yndislega fólk ég set hér inn myndir með sem ég tók í gær á Öngulsstöum á jólahlaðborðinu þar ... svona á milli þess sem ég brenndi við sósurnar og gerði vís bestu purusteik sem fólk hafði smakka... Knús og klemm á ykkur öll... Njótið þess sem eftir er af helginni í gleði og friði...
Guð geymi ykkur öll og veiti ykkur byrtu og yl...
Athugasemdir
Birta og ylur til baka, ég er búin að setja upp helling af jólaljósum.
Ragnheiður , 30.11.2008 kl. 13:39
Gullfallegar myndir hjá þér og gangi þér vel við jólaundirbúning og síðar í fluttningum
Hulda Margrét Traustadóttir, 30.11.2008 kl. 17:29
Ég var í sveitasælunni um helgina, sat fram á nótt í gærkvöldi, þegar heim var komið við að skreyta aðventukransinn, Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:03
Æðislegar myndir :=)Gangi ykkur vel i öllu saman...
Jólaylur frá okkur öllum...
Erna Sif Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:02
Kiss og knús á ykkur
Monika Margrét Stefánsdóttir, 2.12.2008 kl. 08:49
Gangi þér vel í jóla undirbúningi. ;)
Aprílrós, 3.12.2008 kl. 18:50
Mínar bestu kveðjur kæra Magga, ég les alltaf en kommenta ekki oft því ég er svo upptekinn....
Allavega fáið þið mæðginin mínar allra bestu kveðjur svona í miðjum jólaundirbúninginum
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 3.12.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.