hugsi..!!

Ég er döpur og þreytt… ég er döpur yfir því að ég áttaði mig heiftalega á því í dag að ég er ekki bara hver sem er lengur. Ég er ekki bara stelpan sem er nágranni eða bara einhver útí bæ... Ég hef leitað hingað inn í samfélag bloggara vegna þess að ég er einangruð í mínu lífi og hef ekki marga til að ræða við um allt og ekkert svona á daglegum grundvelli. Ég er búinn að átta mig á því að einlægni mín og opnar hugsanir eru nokkuð sem hafa sært eða komið sér illa fyrir fólk og það var alldrey meiningin mín með þessu bloggi… Skoðana skiptin og álit sem ég hef fengið hér inni hafa hreinlega haldið í mér lífi … svo ég tali nú ekki um öll þau fallegu orð og hugsanir sem hingað hafa streymt… Það hefur skipt okkur miklu máli… MJÖG miklu… Ég hef líka haldið þessu bloggi úti því að það eru margir af mínum nánustu erlendis eða annarstaðar á landinu.

Mér er hinsvega ljós núna að ég þarf að fara að ritskoða vandlega hugsanir mínar og skrif hér inni og er ég ekki viss um að mér finnist það gaman né eins gefandi… en til að hafa alla ánægða í kringum mig hef ég ákveðið að svo verður nú eða þá kem ég til með að setja lykilorð á það…
Til allra þeirra sem skrif mín hafa komið sér illa fyrir þá biðst ég velvirðingar á því … mikið af því sem ég hef skrifað er þegar ég er mjög þreytt, niðurlút, andlega og líkamlega úrvinda eða örugt í  mikilli gleði og ánægju… Það hefur verið mér stirkur að geta skirfað hér inn síðustu árin um líðan mína, tilfinnigar, gleði og sorgir… en því miður get ég það ekki lengur…  Ég hefði svosem geta sagt mér það sjálfri að þetta kæmi til baka til mín einhvern daginn…

ÆÆiii ég þarf að hugsa þetta allt betur og sjá hvað ég geri ... eins og er langar mig að hætta alveg að blogga... en þið fyrirgefið mér... ég er voða hugsi...

Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lætur ekki bugast, Magga...verður eins og froskurinn sem komst á toppinn af ví að hann HEYRÐI EKKI NEIKVÆÐU RADDIRNAR!!! Þú átt rétt á þinum hugsunum og skoðunum og hana nú!

Jenný (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Sifjan

Bíddu hvað er í gangi.. ég er búin að lesa bloggið þitt síðan við kynntumst og man ekki eftir því að þú hafir verið að skrifa neitt íllt um aðra... og ef þú hefur gert það þá á fólk það ábyggilega skilið :=)

Blessuð góða ef þú ert að heyra eitthvað bull út í bæ þá skaltu ekki láta það á þig fá.... fólk er fífl og sumir eru mjög fáfróðir :=)  

Knús á þig Magga mín.. ekki hætta að blogga, settu frekar leyniorð á síðuna. 

Sifjan, 27.11.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Ragnheiður

Elskan mín, þú ert ein þeirra sem ég tími ekki að missa út (smásjálfselska fyrirgefðu) en þú getur stillt bloggið þannig að bara skráðir bloggvinir geta lesið.

Ég tek undir það sem Sifjan segir, ég hef ekki séð þig leggja illt til nokkurs manns en hinsvegar er oft undarlegt sem fólki tekst að lesa úr bloggfærslum manns. Ég lenti í að stórmóðga ókunnugt fólk út í bæ þegar ég var að fjalla um andlát sonar míns, aðdraganda þess að hann var settur inn í þetta síðasta skipti. Þá sagði ég að hann hefði verið "handtekinn vegna gruns um innbrot" og einhver kona tók á mér þvílíka kastið og taldi mig bendla sinn son við það að Himmi minn var settur inn. Ég minntist ekkert á son hennar enda vissi ég ekkert um málið annað en þennan texta sem ég skrifa hér í tilvísun að ofan.

Eftir þetta komu tvisvar einhver leiðindakomment þannig að ég endaði á að loka á þá ip tölu. Þau geta lesið en ekki kommentað.

Vonandi verður allt í lagi hjá þér yndið mitt og mundu að knúsa gaurinn þinn eitt aukaknús frá mér.  Hann er yndislegastur í heiminum !

Ragnheiður , 27.11.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Aprílrós

Ég er sammála þeim hér fyrir ofan, ég hef ekki séð neitt neikvætt frá þér í garð annarra, og ég er líka soldið sjálfselsk og vil síst missa þig úr mínum bloggvinahópi, en uðvitap ef þú finnur þig knúna til að fara í pásu þá er það uðvitað sjálfsagt. Ég læsti mínu bloggi þannig að ekkert komment birtist nema ég sé búin að skoða það og samþykkja.

Gangi þér vel ljúfust og ég samgleðst þér líka að þú ætlir að breyta hjá þér lífsstíl og hugarfari.

Mér þykir undurvænt um þig elskan mín. ;)

Eigðu ljúfan dag.

Aprílrós, 28.11.2008 kl. 08:02

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sæl. Ég er ekki bloggvinur en ég bý á Akureyri eins og þú og er líka nafna þín. Ég hef stundum kíkt á bloggið þitt eftir að ég villtist inn á það þegar ég var einhverntíma að vafra.

Ég hef dáðst að baráttu þinni og ég þekki það hvað það er gott að setjast niður og skrifa hugsanir sínar og tjá sig þegar manni líður ekki vel.

Ef þú telur þig þurfa að læsa blogginu þínu þá gerir þú það, ég var með mitt blogg læst til að byrja með en allt í einu fannst mér í lagi að opna það. Mér er alveg sama hvað fólk segir, ég geri þetta fyrir mig og mína nánustu og finnst núna allt í einu gaman að fá coment frá ókunnugum. Ég missti vinnuna eftir 27 ára starf hjá sama fyrirtæki, það var erfitt en ég er núna að berjast í að stofna fyrirtækið "Norðurport" sem er nokkurskonar kolaport Norðurlands. Við berjumst þessi þjóð við marga hluti í dag en það er ekkert á við að berjast við endalaus veikindi. Ég vona svo sannarlega að ykkur mæðginunum farnist vel og ykkar hafir fari að batna.

Sendi þér baráttukveðjur og gangi ykkur vel ! 

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.11.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

átti auðvitað að vera ykkar hagir.....sorry

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.11.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Haltu áfram að skrifa stelpa, og hana nú. (punktur)

Hólmgeir Karlsson, 28.11.2008 kl. 22:43

8 identicon

Knús til ykkar Magga mín

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:37

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef því miður ekki lesið margar færslur hjá þér uppá síðkastið - bloggletin er ennþá í mér... en það sem ég veit um þig og þínar færslur eru bara færslur...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 18:53

10 identicon

Sæl nafna mín,ég hef nú ekki enn séð neitt sem ætti að særa eða meiða í skrifum þínum .Svo endilega haltu áfram á sömu braut, því það fá mikklu fleiri styrk og hjálp við lestur á blogginu þínu, heyra af þér og litlu hetjunni þinni.þið eruð frábær  kveðja frá Möggunni á efri hæðinni í Stallatúninu.

Margrét H Marvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:07

11 identicon

hef eitthver hefur eitthvað við þitt blogg að setja þá meina ég á neikvæðan máta segðu honum/eða henni  að tala bara við mig ég skal ræða við þessa manneskju, haltu áfram á þessari góðu braut magga min, þú ert sterk persóna og hefur gott af því að fá útrásina það er markt búið að leggja á þig síðastliðið ár og á ykkur mæðgin, það væri bara fínt ef að þið væru bara hérna rétt hjá og væruð neibbar okkar, kella gæti komið yfir í kaffi og þú og gamli gætuð rætt himinn og geima hahahaha haltu áfram vertu sterk og þú veist alltaf hvar við erum hvenær sem er sólarhringsins.

knús frá okkur

Hronnsla og Haddi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:31

12 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Enga ritskoðun takk   Halda bara áfram sama hvað   Blessun fylgi þér og syni þínum

Máni Ragnar Svansson, 5.12.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband