Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
smá frá okkur...
... jamm mig langar að segja ykkur smá... eins og ég sagði hér fyrr í vikunni þá er búið að vera hellingur í gangi hjá okkur mæðginunum annað en veikindi eða orkuleysi... hehehe... en í dag var það opinbert að ég er að flytja í byjrun janúar... við erum að bæta aðstöðu okkar til muna með þessu og kostar það mig aðeins 5000,- meira á mánuði... Okkur hlakkar báðum til að fá meira pláss... Við komum líka til með að vera í bakgarði Síðuskóla, sem er skóli Hetjunnar minnar. Hann þarf ekkert að fara yfir neinar götur til að fara í skólann og er mér mikið létt með það þvi að heyrnaleysið hans er nokkuð sem hann þarf tíma til að læra á ... Þannig að það verður notaður tíminn á milli jóla og nýjárs að pakka og flytja svo strax á nýju ári... Það sem ég hlakka mikið til er að ég hef pláss þar fyrir hluta af lokaverkefninu mín frá því í fyrra...
Svo var verðlana afhending hjá nemendum mínum í dag á Glerártorgi þar sem það var veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir veggspjöld gegn kynbundnu ofbeldi... þetta var unni í samstafi Myndlistaskólans við Jafnréttisstofu og karlar með ábyrð... Það voru Karlar með Ábyrð veittu verðlaunin og voru þeir svo hrifir að það eru líkur á því að það verði frammhald af samstafi nemendanna minna við þá ... sem er frábært... þetta er svona alvöru verkefni sem lifir og það er svo gott tækifæri fyrir þau og ekki síður gaman fyrir mig að hafa geta klára með þessum verkefni almennilega með þessum aðilum... Mín pínu stolt af krökkunum sínum ... Hér má sjá frétt um þetta mál...
Hetjan mín fór í alsherjar rannsókn uppá spítala í dag ... svona bara til að vera viss um hvað væri í gangi og það kom ekkert útur því nema að þetta sé eðlilegt miðað við álagið sem líkamii hans er að takast á við þessi misserin. Han var reyndar nokkuð hressari í dag þannig að það er tekin stefna á skólann á morgun... allavega smá stund svona til tilbreytingar... þótt ég vilji ekki að hann fari út eins og er... Matalystin kom aðeins í dag og það er gott merki... Það eina sem læknarnir vildu breita er að hjálpa honum aðeins meira að sofa almennilega en það er ekkert öðruvísi en það var í sumar... þannig að þegar svefninn lagast lagast líklega hitt líka... eins og hægt er... en hann er allavega hressari í dag en í gær... þannig að það er flott mál...
Ég hinsvega er að vona að ég sé ekki að fá einhverja pest...heheheee... það væri eftir þessu... en ég ætla SNEMMAA í háttin til að hindar það...
Guð geymi ykkur ...
Athugasemdir
Frábært að heyra um nýju íbúðina, hann er auðvitað mikið öruggari að þurfa ekki yfir götu.
Knús á ykkur sætu mæðgin
Ragnheiður , 26.11.2008 kl. 19:56
Til hamingju með að fá aðra og rúmbetri íbúð. Gangi þér og ykkur hetjunni þinni vel . ;)
Aprílrós, 26.11.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.