Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Það skal viðukennast....
... að blogga er nú ekki alveg efst á framkvæmdarlistanum mínum núna þessa dagana... en mér fannst nú samt kominn tími á það að láta vita að ég er á lífi ..."ennþá" eins og Jenný vinkona sagði í dag... En ástæða fjarveru minna hér inni er sú að staða mín launalega var í svo mikilli óvissu fyrir svona 1 og hálfum mánuði að ég er búinn að sökkva mér í vinnu síðustu vikurnar... og á ég eftir 2 vikur í kennslunni og svo 3 helgar í jólahlaðborðinu á Öngulsstöðum.. en það skal líka viðurkennast að ég var voða glöð að fá örorkumatið mitt í gegn í síðustu viku því að það er á tandur hreinu að ég hef eingan veginn líkamlega getu né andlega orku til að vera í fullustarfi núna... þótt að það sé hrillilega gaman að vinna og ég er mjög ósátt við að geta það ekki.. þá vil ég frekar vinna að því að ná mér svo ég geti farið að vinna aftur full orku og getu...Öryrkinn sjálfur er var t.d. að vinna 13 tíma í gær... og 10 tíma í dag... þetta er nátturulega ekki eðlilegt.... svona er ég ... endalaust að.. mér er lífsinns ómögulegt að stoppa ekki nema að líkaminn minn kyrrsetji mig ... heheee... en ... ég lifi ennþá...og hlakka til að komast í jólafrí...
Annas er svosem ýmislegt í gangi hér á þessu heimili eins og vanalega eingin lognmolla í kríngum okkur en ég vil síður tala um það mikið fyrr en í fyrsta lagi á morgun... þá fást skírari línur fyrir framtíðina hjá okkur..
Hetjan mín er hress á þann hátt sem hann getur... hann er endalaust að passa sig og alltaf að vinna að því að láta aðstæðurnar ekki stjórna sér... en það er stundum ervitt fyrir 7ára snúð... en hann er soddan hetja og mikill baráttu maður... og það er svo merkilegt hvað hann er jákvæður nærri alltaf... hann reyndar missti stjórn á skapi sínu í skólanum um daginn og tók sig til og lamdi 2 stráka sem greinilega voru búnir að reyna á þolrifinn hjá honum þann daginn... og satt best að segja þá skil ég hann vel því ég hef séð til sumra aðila úr bekknum hans hvernig þau leifa sér að koma framm við hann og aðra ... ég væri löngu búinn að fá nóg af endlausu poti, hrindingum, stríðni og munnsöfnuði ... ég vissi ekki að 7 ára börn gætu hagað sér svona... það virðist ekkert vera gert til þess að útskýra fyrir þeim líðan og þá erviðleika sem Hetjan mín er búinn og er að ganga í gegnum... hvað er uppeldið sem snýr að samúð og skilningi.. þessi kríli eru farinn að nota orð eins og farðu til helvítis, ég ætla að stúta þér og hóta með hnífum og ég veit ekki hvað... minn snúður kom um daginn skelkaður heim og spurði hvað "stúta mann" þýddi.. því að samnemendur hans hefðu notað þetta á hann.. og svo kallað hann aula og aumingja eftir það... ég bara skil ekki svona uppeldi.. hvaðan hafa börnin þetta..?? mér er spurn... en það er víst ekki mitt að ala annara manna börn upp... sem betur fer...
en jæja.. ég ætla að koma mér í háttinn því að er smá spenna í gangi fyrir morgundeginum... ég segi ykkur það seinna...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Já það er alveg ótrúlegt hvað kemur út úr munnum þessara litlu kiðlinga, svo margt ljótt og líka sem betur fer fallegt. Ég skil hetjuna þína lika vel að nú hefur mælirinn fyllst eftir þetta áreiti í allan þennan tíma, það er ekki endalaust hægt að taka við.
Vertu viðbúin núna eftir að þú ert komin á örorku að vera annars flokks manneskja í þjóðfélaginu, við öryrkjar finnum verulega mikið fyrir því. Ég verð stundum reið vegna þessa en læt það ekki buga mig. Ég er eins og þú að ef einhver stoppar mig í vinnu utan heimilis eða heima þá er það líkaminn.
Gangi þér og ykkur rosalega vel og góða helgi ljúfust. ;)
Aprílrós, 23.11.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.