Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ein í hugarflugi...
Halló kæri lesandi...
Ég sit hér um miðja nótt fyrir farman tölvuna og nýt þess að geta hlustað á tónlistina mín hátt án þess að vekja Hetjuna mína... Já hann er í "mömmufrí" í Reykjavík... hann var svo flottu þegar hann fór í nýjum gallabuxum og pólóbol sem hún yndislega vinkona okkar hún Hrefna keypti þegar hún var í USA í haust. Hann vildi sko vera flottur þegar hann færi þannig að við settum belti á buxurnar í stíl og svo fann hann flotta úrið sem ég gaf honum í jólagöf í fyrra og allt passaði saman... alger töffari... og hann var svo spenntur að fara ... Elskulega dúllan mín... það þarf svo lítið til að gleðja þessa elsku... Ég horfði á hann svona töff í tauinnu og svarandi spurningum um hvort hann væri ekki flottur... hann er ekkert smábarn lengur !! hann hefur skoðanir á því hvernig hann vill vera klipptur, í hvernig fötum hann vill ganga, hann veit hvernig honum líður tilfinningalega og talar opinskátt um það, hann hefur sínar eigin skoðanir á flestu og meira að segja ég verð stundum bit yfir því sem kemur útúr honum stundum... hann talar stundum eins og gamall fræðimaður... 7ára guttar tala ekki svona... en hann er einstakur þessi elska í alla staði. Ég er svo stolt af honum því að kennarinn er alltaf að segja mér hvað hann er duglegur og að hann sé ekki eftirbátur jafnaldra sinna... þrátt fyrir allt... ekkert smá stolt mamma hér..
Ég er farinn að foraðast fréttamiðla þessa vikurnar því að ég nenni ekki að lesa endalausa neikvæðni og bölsýnir, reiði og hótanir. Þetta er svo lýjandi og hreinlega skaðlegt fyrir sálina að vera endalaust að velta sér uppúr þessum málum. Það er meira að segja orðið skemmtilegra að lesa slúðrið um fræga fólkið en innlendar fréttir... og þá skal ég segja ykkur að það er langt gengið í mínu tilfelli því að ég hef alldrey áður lesið slúðrið... heheheee.. en ég geri það frekar en að filla líf mitt af neikvæðni og reiði.
Þið meigið ekki miskilja mig ég hef skoðun á því hvað hefur gengið á hjá okkur... ég vil að fólk taki ábyrð á sínum málum, ég vil að stjórnendur sýni sómann sinn í því að víkja úr starfi þegar þeir gera mistök og hleypi öðrum að sem geta þá unnið vinnuna sína hlutlaust. Ég vil fá kosningar, nýjan stjórnendur í bæði Seðlabankan og Fjármálaeftirlitið.. svo ég nefni nú ekki Forsætisráðherran ... En málið er að ég get vel haft sterkar skoðanir á málefnum samtímans án þess að fara um með neikvæðni og ofsa... því að ég hef trú á því að maður nái lengra og betri árangri ef maður beitir jákvæðninni frekar... jæja nóg um þetta ...
Það skal viðurkennast að það er farið að læðast að mér smá tilhlökkun til jólamánaðirinns... ég er soddan jólastelpa finnst þessi hátíð ljós og friðar svo falleg... það fylgir henni gleði og byrta sem ég get ekki lýst með orðum, ég sé allt í myndum enda hönnuður og myndlista kona ekki rithöfundur... hehehee... þannig að ég hef hug á því að þegar við mæðginin komum heim í vikunni af fara að ná í jólakassan minn niður í geymslu og setja upp nokkrar jólaseríur í gluggana.. aðeins fá smá meiri byrtu í hýbíli okkar mæðginanna...
jæja... ég ætti kannski að hætta þessu hugarflugi núna... ég er með myndatöku á morgun og líklega líka að hjálpa nemendum mínum áfram... þannig að ég ætti að komar mér í háttinn...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Guð gefi þér ljúfan dag min kæra ;)
Aprílrós, 16.11.2008 kl. 12:13
Já, ég er sko löngu hætt að fylgjast með fréttum (eftir þessa kreppu)....áður horfði ég alltaf á fréttir á stöð2 og svo Ruv....en núna bara forða ég mér.....læt duga að renna yfir mbl.is á morgnana....hafið það gott....knús
Svanhildur Karlsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.