Hélt uppá titilinn með...

... með því að leggjast í flensu... ég held meira að segja að það séu mörg ár síðan ég hef verið svona veik eins og ég var í gær og í dag... ég var algerlega búin á því, gat ekki borðað, talað, með mígreni hausverk og maginn í keng, fyrir utan hitan. En það þýddi víst ekki að leggjast alveg þannig að ég kenndi í gagnum netið í allan gærdag framm á kvöld og mætti svo í skólann í morgun því að það voru mikilvægar manneskjur að koma til okkar. EN í hádeginu fröslaðist ég hingað heim og varð meðvitundarlaus í 2-3 tíma ... stein sofnaði á meðann mamma var með Hetjuna mína... Það var þvílík gjöf að fá að leggja sig svona því að núna er ég mun betri. Þannig að núna sit ég hér og er að vinna upp það sem ég gerði ekki í dag. Elskulegu nemendurnir mínir eru ennþá duglegir að vinna á kvöldin þótt að það sé helgi og það er frábært. Þau eiga að skila stóru verkefni á mánudagsmorguninn og eru sumir vel stressaðir fyrir það. Hetjan mín er að fara suður á morgun til Óttars bróðurs og ætla ég að vera í vinnuni með krökkunum um helgina... þannig að mánudagurinn verði ekki eins hræðilegur í þeirra augum.

Svo hefst nýr og allt örðuvísi áfangi hjá mér eftir helgi... það verður bara gaman að skella sér útí það. 

Já Hetjan mín lagðist með mér í rúmmið í gær en ekkert alvarlegt...hann var bara þreyttur eftir 2 stóra þemadaga í skólanum... þessi elska þolir ekki mikið ... en hann er búinn að ná mætti til að fara til RVK á morgun... Svo fer ég líka suður á mánudag til að geta farið með hann í Heyrna og talmeinastöðuna á þriðjudagsmorguninn.... það verður gamgn að skoða öll flottu heyrnartækin sem eru til... 

Jæja.. það er kominn háttatími á mig... Guð geymi ykkur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góða nótt ljúfan og sofðu vel. ;)

Aprílrós, 15.11.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Farðu vel með þig....knús

Svanhildur Karlsdóttir, 15.11.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband