Daglegt líf... eftir Evróputitil...

Góða kvöldið kæru lesendur...

InLove Í byrjun vil ég byrja á því að þakka ykkur fyrir yndislegar heillaóskir hér á síðustu færlsu... Það hlíjar mér ómetanlega um hjartarætur að fá svona falleg orð og hugsanir...  InLove

Það er svo skrítið að þegar maður hefur heyrt þakkaræður fólks þegar það fær stóra viðurkenningu þá er vanalega umræðuefnið hversu mikils virði stuðningur, fjölskylda og vinir eru í þeirra lífi ... ég hef stundum furða mig á því hvernig þessu fólki líði og t.d. þegar fólk fellir tár af geðshræringu ... mér hefur stundum fundist þetta vera smá corný... og ekki haft mikinn áhuga á því að hlusta á svona... En í gær upplifði ég tilfinningu sem ég á ervitt með að lýsa... daginn fyrir var ég bara hrædd og stressuð... en svo þegar Hörður Lárusson formaður FÍT fór að tala við afhendinguna í gær þá helltist yfir mig svo róleg, hlí og þétt tilfinning af þakklæti, gleði, hamingja og ynislegt ljós til allra sem hafa verið þátttakendur í lífinu mínu síðustu árin... Ragnar, mamma, Hallgrímur, Jenný, Mona, Inga svilkona, Þráinn, Dóra, Guðrún, Helgi Vilber skólastjóri og Soffía kona hans  ... og miklu miklu fleiri... Ég var pollróleg og inní mér var hlír straumur, óendalegt þakklæti og væntumþykja til alls þessa fólks. Á tímabili í ræðu Harðar fann ég að mamma tók í hendina á mér og kreisti svona til að leggja áherslu á hversu stolt móðir hún er og í þann mund þurfit ég að hemja mig til að fella ekki tár... Ég er ennþá í rauninni í flóði þakklætis því það er mjög góð tilfinning. Þetta er upplifun sem ég hef ALLDREY fundið en er í rauninni life-turning tímapungtur í lífi mínu...

Það kom mér soldið á óvart hvað ég er róleg og glöð inní mér núna... ég t.d. fór í búð í dag til að versla í matinn eins og maður gerir allavega 1-2 í vikur... ein í mínum huga og í rauninni bara að hugsa um að drífa mig í gegnum búðina til að komast heim til Hetjunnar minnar sem beið mín með óþreyju. Ég var ekki komin nema að körfunum þegar þrammaði að mér maður til að taka í hendina á mér og óskaði mér til hamingju... og var það ekki eini aðilinn í þessari búðaferð... og alltaf kemur mér það á óvart hvað fólki langar að óska mér til hamingju... en frábært... ég bara kann ekki að taka svoan á móti hamingjuóskum á almannafæri.... hehehee... hóværðin að gera útaf við mig... hehehe.. en mér finnst þetta ekki síður sigur greinarinnar "grafískar hönnunar" og skólans... og fannst mér það komast ágætlega til skila í viðtali við mig og Helga skólastjóra á N4 í gær... HÉR... 

Jæja ... ég ætla að hætta núna að tala um þetta ...finnst nóg komið ... hehehee... en enn og aftur TAKK FYRIR heillaóskirnar og falleg orð í minn garð...

Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Enn og aftur til hamingju snúllan mín. Það er alveg þannig að maður uppsker eins og maður sáir.... þetta hefur verið langt og á stundum erfitt en þegar að uppskeran er svona eins og hún er búin að vera hjá þér undanfarið þá er það vel þess virði ekki satt?

Knús og kossar og takk fyrir að hafa boðið mér að koma og njóta þessarar stundar með þér elsku vinkona

Monika Margrét Stefánsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Aprílrós

var að horfa á og ég segi Innilega til hamingju ;)

Aprílrós, 13.11.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Var að horfa á myndbandið, þú varst allt of alvarleg, þarft að brosa meira þá lifnar svo yfir þér.....flott hönnun hjá þér, virkilega......og enn og aftur til hamingju.....knús

Svanhildur Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:21

4 identicon

Bestu kveðjur og hamingjuóskir.Elín og Víðir.

(Jóhannes Víðir,vinur Halla)

Elín Skaptadóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:23

5 identicon

Innilega til hamingju elsku Magga, þú átt þetta svooooo sannarlega skilið .  Og gangi þér og hetjunni þinni ótrúlega vel, vonandi hittumst við nú fljótlega "in person" eins og maðurinn sagði.  

Já og enn og aftur takk fyrir alla hjálpina með liðsmönnum Jerico

Knús og meira knús á þig sæta, Dagný

Dagný Bald (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:33

6 identicon

Elsku Margrét

Innilegar hamingjuóskir með verðlaunin. Megi þetta vera þér gott vegarnesti inn í framtíðina.

Þín frænka

Gunna Sjana

Gunna Sjana (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:10

7 identicon

Langt síðan ég hef kíkt á bloggin en mikið eru þetta góðar fréttir - hjartanlega til hamingju skvís

ekki spurning að fjárfesta í einni svona, meiriháttar flott hönnun og þörf ;)

You go girl!

knús á ykkur,

Mel

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:23

8 identicon

Nú ég er líklegast búin að sjá myndir af þér í blöðunum og viðtöl í sjónvarpi og ég veit ekki hvað og hvað   Enn og aftur til hamingju með allt...þú ert snillingur, það hef ég alltaf sagt  

Knús til ykkar inn í helgina

Guðrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband