Laugardagur, 8. nóvember 2008
Ég hef ekki orku í þetta...
Orðið KREPPA kemur fram í öðru hvoru orði sem maður les, heyrir eða talar, því að umræðan snýst ekki um neitt annað. Hvar sem 2 eða fleir eru saman komnir er ekki um annað rætt eða hugsað. Það dynja endalaust á okkur fréttir af hinum og þessum sem hafa ekkert sagt eða sagt of mikið ... Stjórnmálamenn halda enndalausta fréttamannafundi og blaðra útí eitt á tungumáli sem almenningur skilur ekki ... fyrir utan það að þeir segjast endalaust vera að leysa málin en ekkert gerist. Upp eru komnar milliríkjadeilur sem einginn vill bera ábyrð á eða leysa... Peningarnir mínir verða að eingu og gæti maður alveg eins borgað með heima prenntuðum 10.000,- seðlum því virðið er ekki meira en plekið sem notað er og pappírinn... Það kraumar undir niðri í öllu samfélaginu mikil reiði, ásakanir, sorg, ofsi og vonleysi sem maður finnur strax og maður fer út á meðal fólks... fólk er niðurlútara, með höku niður í bringu og augnaráðið er dautt eða fullt af heift og reiði... það verður mun minna um það að fólk brosi og bjóði góðann daginn til nágranna síns eða á göngustígunum í Kjarna... Maður vogar sér varla að fara í verslunamiðstöðvar vegna þess banlega orkuflæðis sem skapast í kríngum þá stað þar sem peningar stjórna. Þetta finn ég mjög greinilega á orkunni minni og þarf ég sérstaklega að brynja mig áður en ég fer á meðal fólks því sú neikvæða orka sem umvefur samfélagið núna gerir það að verkum að ég hreinlega hníg niður og vissi máttinn alveg... Ég vildi svo gjarnan að ég gæti gefið samfélaginu þá sýn sem ég hef á þessa stöðu og þá orku sem ég haf ákveðið að nota að svo stöddu. Ég hef nefnilega ekki leyft þessu að hafa áhfrif á mig og í raun hefur þetta ekki náð að raska ró minni... því að það er ekki svo langt síðan að ég stóð frammi fyrir því að vita ekki hvort barnið mitt myndi halda lífi, eða halda heilsu það sem eftir væri, og þegar sú staðreind kom upp þá fann ég hvernig allt sem tengist peningum, veraldlegum auð og hégóma verður einsis virði... þetta var eins og í bíómyndunum ... bara púfff það hvarf með reyk og smá sprenginu. Eftir situr bara óskin um heilbrygði og ást, hamingja og gleði, fjölskyldan og vinir, samvera og þakklæti....... þetta kostar ekki peninga. Ég hringdi um daginn útaf bílaláninu mínu og fékk að ég vita að það væri farið úr 400.000,- í 870.000,- og ég hló af manninum sem ég talaði við.. honum brá greinilega vegna viðbragða minna og hafði orð á því að ég væri eina manneskjan sem hefði hringt og brugðist við með gleði og skilningi og hann þakkaði fyrir það... Vitið þið.. !!! þetta hreifði EKKKERT við mig og hugsaði með mér ... þeir taka þá bara bílinn, ég get lifað góðu lífi án hans... Ég hreinlega hef ekki orku eða tíma fyrir neikvæðni núna... lífið er alltof dýrmætt til að eiða tímanum í það ... þetta á eftir að taka langan tíma að jafna sig og vá hvað verður búið að fara mikil orka í neikvæðni þá... og það þýðir ekki ... það tekur frá manni það sem ekki kostar pening... hamingjuna, ástina, gleðina, þakklætið, samveruna, heilbrygðið og margt fleira.
Með þessum orðum vil ég óska ykkur góðrar helgar og sendi allt það ljós sem ég get út til ykkar kæru lesendur... Guð geymi ykkur.
Athugasemdir
Takk fyrir góð skrif Margrét , já satt er það þeir taka þá bara bílinn. Minn fór í rúmar 2 millur úr 1,8, ég reyndar skuldbreytti láninu og þegar upp var staðið lækkaði það um tæpar 5000 kr og borgaði ég 16000 fyrir þennar tæpar 5þús kall, mér var tjáð að það mundi lækka um ca 15000 kall á mánuði.
En njótum lífsins á okkar hátt.
Knús og kram
Aprílrós, 8.11.2008 kl. 19:55
Knús.
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:34
Góð færsla hjá þér....knús
Svanhildur Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:02
Mjög gott blogg krúttan mín... minnir mig á þegar ég hringdi i Glitni um daginn og forvitnaðist um hvað ég ætti eftir af sparipeningnum mínum í sjóði 9 og fékk að vita það og ég skellihló og sagði konunni hvað hún hefði gert mig glaða í hjartanu fyrst ég missti ekki allt (þó ég eigi nú ekki mikið miðað við marga þarna inni). konu greyjið vissi ekki hvað hún átti að gera eða segja og svo fékk ég að heyra það að þetta væri hún ekki búin að heyra lengi
spurning um að vera ekki að argaþrasast endalaust heldur bara muna eftir öllum þeim sem við elskum og elska okkur ......
Knúúús frá mér til þín mín kæra
Monika Margrét Stefánsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.