Bakslag... og gæsahúð...

Góða kvöldið kæru lesendur...Heart

Eitt af því fyrsta sem ég gerði í morgun vara að skoða fréttirnar til að sjá hvernig Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru... ég var ekkert smá ánægð með úrslitin... og er ég viss um að þessi úrslit komi tilmeð  að marka tímamót fyrir alheiminn. Ég hreinlega fékk gæsahúð þegar ég sá sigurræðuna Obama og sá svipbrigði áhorfendanna sem voru viðstaddir það... lotning, geðshræring og gleði skeyn úr augum þeirra. Frábær niðurstaða og tími til kominn að sjá breitingar í alheimspólitíkinni... Núna er bara að fá kosningar hér á landi í vor. 

Það var smá bakslag hjá Hetjunni minni í dag... hann hneig niður í skólanum í morgun... náfölnaði og missti allan mátt... Crying ég rauk af stað og á leiðinni hringdi ég uppá spítala og þær sögðu mér að koma strax með hann uppá barnadeild, sem ég og gerði. Snúður var semsagt á spítalanum í dag í allskonar rannsóknum til að leita af sér allan grun um að þetta væri eitthvað alvarlegt. Niðurstaðan var sú að þetta hefði verið eðlilegt aðsvif vegna mikilla lyfjatöku á lyfjum sem valda blóðleysi og þá geti svona atvik átt sér stað. Undecided Það er víst ekkert við því að gera annað en að vita af því og tryggja að hann fái næga næringu svo að hann haldi orku. Svo geta sumir dagar verið verri en aðrir þannig að við verðum bara að spila þetta eftir hendinni. Einnig kom niðurstaða úr rannsókn sem var gerð á eyrnamerg sem var tekin úr veika eyranum og kemur í ljós að það er ennþá lifandi sýkill í eyranu... það er nokkuð sem við áttum í raun ekki vona á eins og þetta er búið að ganga vel síðustu mánuði... EN... það þýðir ekki að græta það við verðum bara að halda áfram á þessari braut sem við erum á núna. Eftir þessa niðurstöðu er komin upp sú staða að það er líklegt að Hetjan mín þurfi að fara í sinn stæðsta uppskurð hingað til (sem var frestað vegna batamerkja) en er komin í umræðuna aftur núna... sá uppskurður myndi gera það að verkum að það verður ekki hægt að hjálpa honum með heyrn á hægra eyra í framtíðinni hvorki með uppbyggiaðgerð ná heyrnatækjum... þetta myndi líka þýða það að hann ætti mun erviðara með að fara með eyrað í vatn í framtíðinn og það þyrfti að hreynsa útúr því líklega nokkrum sinnum á ári alla hans ævi. FootinMouth Þannig að við vonumst jú auðvitað að til þess þurfi ekki að koma... En tíminn einn leiðir það í ljós... á meðann njótum við þess að hafa það frelsi til að vera heima og reynum að njóta hvers dags sem við höfum... Smile brosum með hjartanu einn dag í einu... Grin

Hetjan mín fékk að ráða hvað yrði í matinn, þegar var búið að útskrifa okkur af spítalanaum... Hann ákvað að það ætti að vera jólakjöt með öllu í matinn...Tounge þannig að við fengum forsmekk jólanna í matinn...Wink léttreyktar grísakódelettur, hunangs/karalmellu kartöflur, rauðkál, baunir, rappabarasultu og súrar gúrkur... Bara gott...Happy 

Jæja, núna ætlum við að kúra okkur uppí mjúku holunninni okkar og horfa á Indjana Jóns saman... og fara snemma að sofa til að safna orku fyrir daginn á morgun sem á að vera betri en í dag... 

Heart Guð geymi ykkur öll... Heart Knús í bloggheim...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Vona að allt fari vel hjá ykkur. ;)

Aprílrós, 5.11.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Æi þetta var leiðinlegt að heyra, vona að allt gangi nú vel..

Knús til ykkar

Svanhildur Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Gangi ykkur vel.
Knús og kossar

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 6.11.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband