Mánudagur, 3. nóvember 2008
gott að vakna við svona sendingu...
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
Já ... það voru ekki bakverkir sem héldu okkur mæðginunum heima í dag heldur veikindi hjá Hetjunni minni... Hann er með hita þessi elska ... og ég er með ströng fyrirmæli um hvað skal gera í þannig málum...hann má ekki fara yfir 38c°... annas er það bara FSA sem gildir... en það er nú ekki komið að því ... Lyfin geta haft þessi áhrif á snúðinn og þá er bara að slaka á og láta þetta líða hjá...
Ég er búin að komast að því að msn er ágætir fjarkennslubúnaður... því ég er búinn að sitja við tölvuna síðan kl.9 í morgun og leiðbeina og kenna nemendum mínum í gegnum þann búnað... bara gott mál.. þau eru nátturulega mjög áhugasöm og iðin upp til hópa og þá gengur þetta allt betur.
En jæja best að halda áfram með daginn ... og ég vel að hann sé góður... takk Jokka fyrir fallegu morgunsendinguna...
Athugasemdir
Falleg og flott sending sem þú hefur fengið...
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 13:40
Látið ykkur batna sætu :)
Kossar og Knús :)
Erna Sif Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:50
En fallegt ljóð.....eftir hvern er það? Vona að litli kútur verði fljótt hress, takk fyrir kossinn í morgun, þurfti einmitt á honum að halda..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:10
Gangi ykkur vel ljúfust ;)
Aprílrós, 4.11.2008 kl. 20:35
þú ert svoooo dúleg alltaf hreint... verð svo að fara að koma til þín með myndavélina mína ;) knús í klessu ;) love á ykkur
Þórunn Eva , 5.11.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.