Mánudagur, 27. október 2008
Lífið heldur áfram... í klaka og snjó...
Já... hér í bæ er allt á kafi í snjó... og man ég ekki eftir svona miklum snjó í mörg ár... Það er ekki laust við það að það læðist að manni smá tilhlökkun til jólanna sérstaklega því að ég var að gera ljólaauglýsingu um helgina... hehehe... já ég veit það er of snemmt nema að ég ætla að vera snemma í því þetta árið ekki spurning... er meira að segja búinn að ákveða og kaupa nokkrar jólagjafir og við mæðginin erum byrjuð að safna að okkur jólakortum og myndum svo að það stefnir í að við sendum frá okkur jólakort þetta árið...En allaveg verður snjórinn til þess að skíðin fara að koma útúr geymslunni fljótlega... strax og fjallið opnar verðum við mæðginin mæt...
Í dag var fyrsti dagurinn sem kennari við Myndlistaskólann á Akureyri... dagurinn gekk vel ... "held ég!!" soldið skrítið að sitja þessum meginn við borðið... en þetta verður í góðu lagi og held ég örugglega að ég hafi helling til að kenna þeim ... Ef ég hugsa til baka þá er ég víst búinn að vera í kringum listir og hönnun síðan 1989... það eru huhuhuuummmm 19 ár... úfff ég er ekki svona gömul... hehehee...
Hetjan mín er ágæt eftir daginn... en þessi elska er ennþá alltaf þreytt eftir dagana vegna áreytisinns sem eru í skólnum allan daginn en ég er alltaf að bæta meira og meira við hans líf svo að við náum að hafa það eins og lífið var fyrir jan.´08 ... Hann byrjar í smá tíma í vistun núna um mánaðarmótin og bætum svo smár meiri tíma við smátt og smátt... En hann er búinn að vera rosalega glaður og góður við alla ... Hann er svo mikil hetja.. brosir oft á dag ... kemur til mín og knúsar mig að óþörfu og er svo innilegur... Mér sýnist ég bara vera að fá vel þroskaðan og yndislega góðann derng útút þessumhremmingum okkar... Hann hefur breist svo í karagter ... hann er farinn að sjá tilfinnag sínar, tekur útúm vini sína þegar þeir fara... hann er almenn svo kurteis , hann sýngug endalust... Það hefur líka verið minna af ADHD einkennum hjá honum síðusta mánuðinn... ÆÆÆÆ Iiiiii bara hann er yndislegur... og svo góður við mömmu sína... nudda á henni bakið því hann veri að mér finnst það gott o.s.f.
Jæja kæru lesendur ég ætla að hafa þetta ekki leingr í dag... Snemma í háttinn svo ég verði miðlunafær í bítið á morgun... :o)
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Það er frábært að heyra að þetta er farið að ganga svona vel hjá ykkur... Það er ekki spurning að kennslan á eftir að ganga rosalega vel hjá þér elsku vinkona, það er ekkert sem þú getur ekki gert þegar að það kemur að þessum efnum ;)
Kiss og knús og haldið áfram að vera svona dugleg
Monika Margrét Stefánsdóttir, 27.10.2008 kl. 21:37
vá hvað það er gaman að lesa svona gleðifréttir já og það er stelpa hjá mér :D
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:12
Elín ... til hamingju með stelpu-bumbuna... farðu vel þig/ykkur...blogg knús.
Mona ... elsku dúllan mín þú ert svo mikil gersemi... KNÚSý knús...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 27.10.2008 kl. 22:26
Guðrún Hauksdóttir, 27.10.2008 kl. 22:36
Knús til ykkar
Svanhildur Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:51
Gaman að svona gleðifréttum. ;)
Aprílrós, 28.10.2008 kl. 16:22
Til hamingju með vinnuna og allar framfarir. Hef dottið út úr bloggheimum undanfarið og þar af leiðandi ekki náð að fylgjast með einum eða neinum. Vona að mér gefist betri tími í nálægri framtíð.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.