Næturbrölt...

Já... klukkan er 5 um nótt og ég gat ekki sofið... það er svosem eingin sérstök ástæða þess að ég skula ekki geta sofna... allavega held ég ekki... Þetta er ekki eins og hefur verið í gegnum síðasta árið að ég hef ekki getað sofið fyrir álagi, streytu, hræðslu, hvíða, ofurhuga eða ofkeyrslu... Núna bara get ég ekki sofið... reyndar tók ég eingin svefnlyf í kvöld en mér fannst ég ekki þurfa þess... Mér líður vel, eingir verkir, ekkert sem ég ógert ( annað en að þrífa... en það getur beðið), það er ekkert að angra mig... Þannig að ég leifi mér bara að lesa smá og svo að setjast niður hér og pára nokkrar línur inní bloggheim...

Ég er búin að sitja meirihlutan af deginum hér við tölvuna og klára að vinna kennsluefni sem ég ætla að nota þegar kennsla hefst á mánudagsmorguninn... Það verður gaman að takast á við þetta verkefni og sjá hvaða þroska og lærdóm það felur í sér... því ég geri allt í lífinu með þeim tilgagni að verða betri á morgun en í dag... kannski má það segja að það er lífsmóttóið mitt... Lífið er stæðsti skólinn sem maður kemst í og ég var svo leingi ómeðvituð í þeim skóla og endalaust í fórnalambshlutverkinu... En svo fékk ég nýtt tækifæri til að lifa lífinu lifandi... og má segja að ég er í rauninni bara 4-5 ára...hehehee... já eða við skulum segna að vakning mín sé 4-5 ára, vakning mín fólst í því að fara í gegnum 12-sporin hjá Akureyrirarkirkju undir handleyðslu Jónu Lísu... Þetta prógram gaf mér tilgagn og vonina sem ég hef ætíð ríg haldið í og verður hún það síðasta sem ég missi... það er vonin... 

Hetjan mín er farin að sýna sínar gömlu hliðar um helgara... það er leiði og pirringur yfir því að hafa ekki félagsskap jafnaldra sinna... það á það til að taka á samband okkar, sem er bara holt því að þá nær maður í leiðinni hægt og rólega að koma gömlu reglunum aftur í sitt far þannig að lífið geti gengið sinn vana gang eins og hægt er... Blóðprufurnar hans hafa verið betri síðustu 2 vikurnar þannig að blóðbúskapurinn er að ná sér í lag eftir smábreytingu á lyfjunum um daginn þegar kom í ljós að hvítu og rauðublóðkornin voru komin í mjög lágar tölur. En allt á réttri leið núna... bíðum bara eftir kallinu suður í Heyrna og talmeinastöðina... OOOooo hvað ég hlakka til að geta veitt barninu mínu eins eðlilegt líf og hægt er fyrir hans mein... hann á eftir að vera undrandi því að núna er hann hættur að gera sér grein fyrir því hvernig þetta var.. Það er liðin það langur tími...

Jæja... ég ætla nú  ekki að vaka í alla nótt, þannig að það væri nú ráð að koma sér undir sæng og pína fram smá dúr...

Guð geymi ykkur kæru lesendur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

það er það góða við þessi börn að þau eru svo fljót að gleyma ...vonandi gastu sofnað

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 26.10.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 27.10.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband