Kerti í vondu veðri...

Gudblessithig

Ég sit hér við tölvuna með kertin kveikt allt í kringum mig á meðann vindurinn og hríðin lemur allt hér að utan... Ég er alveg að reyna að láta þetta ekki fara í taugarnar á mér því hér nuðar inn um alla glugga og þakgluggarnir hristast í fölsunum... Ég er búinn að senda Búseta nokkur brét og hringja í þá síðustu 2 árin til að reyna að fá þá hingað til að laga þetta en ... ekkert gerist enn...FootinMouth en þá er bara að hafa góða tónlist á sem yfirgnæfir nuðið í gluggunum... hækka í öllum ofnum og kveikja á öllum kertum sem ég á... Smile Hugsa fallegar hugsanir ... og í þessum fallegu hugsunum þá tók ég myndina hér fyrir ofan af mynd sem er mér mjög kær hér á hillunni minni... og ákvað að setja smá texta á hana... hehehe... svona smá skilaboð frá mér úr vetrinum...

Hetjan mín fór í langa og flókna heyrnamælingu í dag hjá Heyrna og talmeinastöðinni hér fyrir norðann... úff ég er ekki hissa á að hann hafi verið þreyttur á þessu ... þetta tók meira en klukkutíma með allskona píp, suð og hávaða í eyrunum... Sum hljóðin þurfti að spila svo hátt fyrir hann... en hann heyrði þá ekki en ég heyrði þá framm...W00t vá... þvílíkt ískrandi hljóð... en niðurstaðan er sú að við þurfum að fara suður fljótlega í aðra mælingu og til annara sérfræðinga... því að Hetjan á að fá heyrnatæki sem gæti hjálpað honum mjög mikið... það verður líka mikil breyting fyrir mömmuna að þurfa ekki að hafa allt á hæðstu stillingu og að rómurinn á hæðstu tónum... Shocking

jæja... ég ætla að halda áfram að bralla hér.. Heart

Guð geymi ykkur öll... Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband