Miðvikudagur, 22. október 2008
Haustpest í gangi...
uummm ... við fáum einn snúllu dag hér heima núna í dag... það kemur reyndar ekki af góðu en við njótum þess að dunda okkur hér smana núna... við erum nefnilega bæði með einhverja smápest smá hiti og magaverkir.. En þetta er ekkert sem verkjatöflur halda ekki niðri ... hehhee.. þannig að við erum bara í rólegheitunum hér að dunda okkur... Hetjan mín er inní herberginu sínu að kubba og söngla... og ég sit hér við tölvuna og er að búa til kennsluefni... því kellan er að fara að kenna í næstu viku og framm að jólum... Jammm.. ég hlakka mikið til því þetta er svo skemmtilegur vetvangur til að hafa samskipti og jafnvel fyrir mig að læra nýja hluti líka... Þetta er líka námsefni sem ég nota mikið á hverjum degi og kann útí eitt... þannig að ég hlakka til að geta miðlað þekkingu minni áfram...
Ég frétti í gær að evrópu verðlaunin mín séu komin til landsinns... eftir allan þenna tíma ...en svona vinnur ADC*E víst... ooo ég hlakka svo til að fá hann í hendurnar... en það verður víst ekki alveg á morgun því að Formaður FÍT ætlar að koma norður í byrjun Nóv. og afhenda hann sjálfur hér fyrir norðann... Það sagði mér lítill fugl að griðurinn væri veglegur... heheheh.. úúffff... ég fæ fiðrildi í magan... en samt vona ég að það verðið nú ekki of mikið húllum hæ í kringum þetta því ég er eitthvað svo feimin við fjölmiðla... en þannig er það nú bara ... maður er ekki evrópumeistari á hverjum degi... Jæja best að róa fiðrildin og ná í táslurnar á mér út 7himni.. og koma mér niður á jörðina og gera eitthvað...
Ég er enn mjög glöð og kát með lífið og tilverun... og nota bene... ég er búinn að vera frá Kóki síðan á föstudaginn síðast... 6 dagar og nú er bara vatnskanna mér við hlið... ekkert smá glöð með sjálfan mig eftir að hafa verið Kókisti í tugi ára... Reyndar leyfi mér mér epla-krista... "og það fer að sjást að ég drekk Kristal... "...eitt sktef í einu og þá tekst manni allt sem manni langar.. Það er líka eitt sem þetta kókbyndindini gerir er að núna finn ég meira brag af sígarettunum og mér finnst það VOOOONNNNT... og ég hugsa mig frekar um núna hvort mig langi virkilega í rettu... þannig að allt þetta er á réttri leið ...
Ég er líka að fara í vital inná Krisnes í næstu vikur með læknunum þar og ætla þeir að hjálpa mér að nýta tíman á meðann ég er á biðlista þangað ... ég var ekkert smá glöð að heyra hvaða læknir verður með mig... Hann Friðrik Vagn ... hann er pabbi hennar Hildar á Te&kaffi sem ég var að vinna með/hjá um árið... þessi fjölskylda er svo yndisleg... ég veit allavega að mér kemur til með að lynda við hann og treysta... sem skiptir miklu máli...
Jæja nóg blaðr í bili... Guð geymi ykkur öll... KNÚS OG KOSSAR í bloggheim...
Athugasemdir
Farðu vel með þig...og fallega strákinn þinn
Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 13:26
Þú ert dugleg, gott að losna við kókdrykkjuna...
vona að ykkur batni fljótt....
knús
Svanhildur Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:06
Sendum þér styrk og knúss
Erna Sif Gunnarsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:16
Knús og kveðjur til ykkar :)
Jac
Jac Norðquist, 23.10.2008 kl. 17:13
Knús og kossar tilbaka
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 24.10.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.