Að taka meðvitaða ákvörðun...

Það er margt sem við gerum í lífinu sem við teljum að sé ómeðvitað en í rauninni er ekki svo á einhverjum tímapunti höfum við ákveðið að þetta sé eitthvað sem við gerum og stundum verður að svo að vana og þáförum við að gera hluti óhugsað... En núna síðustu daga hef ég tekið alla mína daglegu hegðun og skoðað hana ofaní kjölinn og þá getur maður sett upp aðgerðaráætlun. Það liggur fyrir að ég þarf að breita mínum lífstíla algerlega og það verðru þá bara mitt næsta verkefni í lífinu að gera það á meðann ég kem Hetjunni minni til heilsu líka. Eftir að hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að gefast ekki uppá lífinu þá var bara eitt að ákveðja hvað fyrst og svo koll af kolli... Núna er ég búinn að tala við heimilislækninn minn sem ætlar að safna saman öllum upplýsingum um málið og þrýsta á kristnes að taka mig inn í endurhæfingarprógramið þeirra en á meðann ég bíð eftir því þá vil ég ekki sitja með hendur í skauti og gera ekkert ... Ég byjraði í ræktinni í síðustu viku og finn það strax að það er YNDISLEGT... og maður getur endalaust barið hausnum í steininn og sagt "afhverju hætti ég í hanni eftir áramót" en svarið við þessu er einfalt ég var að sinna öðru verkefni þá með Hetjunni minni ... það var þá en núna er núna... OK.. þá er það komið inn... gott mál.. en núna byrjar nr.2 og það er að taka út allan sykur og gos úr mataræðinu hjá mér... þetta ákváðum við læknir áðan... það verðu spennandi að sjá í hvernig ég verð í skapinu næstu daga því að ég er Kók fíkill... hehehe.. er og ung til að drekka kaffi en drekk þeim mun meira af kóki sem er miklu verri fíkn... þannig bara svo þið vitið það þá er verð ég í fráhvarfi með mígreni og skít... en það er bara þannig núna að það er að duga eða hreinlega drepast fyrir aldur fram... þegar ég er kominn á fullt í ræktinni og búinn að ná mér vel í gang með sykur og gos stoppið er áætlunin að huga að reykingastoppi... en það er ekki komið að því núna.. einn dag í einu...

Hetjan mína er hress og búinn að vara í skólanum síðustu 2 daga og finnst það æði... hann er reyndar að ná sér í ósköp venjulegt kvef ... hehehe e.. en við brosum nú bara að því ... 

Jæja... ég ætla að láta þetta duga í bili... 

P.S. takk fyrir öll yndlslegu knúsin sem hafa streimt hingað til mína í dag... þið eruð ómetanlegur stuðningur og frábær viðbót við okkar litlu fjölskyldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

go girl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gott hjá þér að plana svona og taka bara eitt í einu....þú ert dugleg

Svanhildur Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

taktu pepsi max í staðinn fyrir kók ... sykurlaust, sjúklega mikið koffín í því og hægt að drekka það eeeendalaust

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.10.2008 kl. 20:04

4 identicon

Gangi þér vel með ræktina, er sammála þessu með maxið

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Jac Norðquist

Stuðningskveðjur kæra vina

Jac

Jac Norðquist, 16.10.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Gangi þér ogó vel i ræktinni,stolt af þér

Knús i klessu

Erna Sif Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 08:32

7 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Baráttukveðjur, þú átt eftir að standa þig vel í þessu krefjandi verkefni  Þú ert svooo dugleg.

Knús á þig og hetjuna þína

Guðrún Hauksdóttir, 17.10.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband