Sunnudagur, 5. október 2008
Hvað verður eftir þennan dag??
Ég er búinn að komast að því að ég er alls ekki ein um það að vera mjög tætt og reitt yfir því hvar er að gerast í samfélaginu núna. Ég sit hér þvælist á milli fréttavefa og með kveikt á sjónvarpinu til að reyna að fá einhver svör um þetta allt... Myndin sem se hér fyrir ofann sýnir vísitölu neysluverðs hér á landi síðustu árin..og rauða lína er verðbólgumarkmiðið... Ég sem lesblind manneskja og ég skil línurit frekar en skrifað mál... og þarna sé ég það bara svart á hvítu að það var löngu kominn tími á aðgerðir ríkisinns. Að mínu mati átti að byrja á aðgerðum í janúar 2006. Afhverju kemur þetta þá fólki á óvart... núna er ég hreinlega með hausverk, magaverk, kvíða og er mjög óróleg yfir þessu öllu ... Ég er í þeirri stöðu að akkúrat þessa dagana er ég á leiðinni í örorkumat vergna þess að ég get ekki lengur unnið almennilega úti á almennum markaði... ekki útaf stráknum heldur líkama mínum... ekki bætir úr að vera einstæð móðir með langveikt barn. Þótt að ég sé í þessari stöðu á ég mér draum og hef ég hægt og rólega síðustu árin verið að læra svo að ég geti látið þann draum rætast svo að ég sjálf geti, vegna minna annmarka líkamlega, þénað mínar tekjur sjálf en ekki verið á bótum... Það er ekki mitt val að þurfa að þyggja peninga frá stofnun sem er illa rekin og gerir ekkert nema að flækja líf mans (þá er ég að tala um TR). Þótt að bakið á mér sé ónýtt þá get ég mjög vel notað hausinn. Núna þessa stundina sé ég ekki frammá að þessi draumur verið nokkuð að veruleika, allavega ekki á næstunni, eða allaveg þarf ég að endurskoða áætlun mína vandlega. Viðskiptaáætlunin reiknaði ekki svona vandamálum í efna hag landsinns. Ég reyndar kem sjálfri mér á óvart núna því að ég er manneskja sem haf alldrey verið mikið í stjórnmálum hvað þá efnahagspælingum landsinns. Það hafur algerlega snúist við núna því að ég les allar greinar sem ég kemst í vegna málsinns og tel ég mig loksinns farinn að skilja þetta allt miklu betur. Ég er kannski að átta mig á því að núna á mjög harkalegann hátt að það sem Seðlabankinn, ríkið, bankastofnanir og stóru hlutafélögin gera kemur okkur almenningnum líka við... þetta allt kemur okkur við...
Ég hef líka séð að þegar ég í örvæntingu minni og óreiðu hugsunum ákvað að setja inn á Faceboog áskorun á Alþingi að ég er alls ekki ein sem hef svona sterkar skoðanir um máli... það hafa yfir 1000 manns skráð sig þar og hefur mér einnig borist e-mailar með þar sem fólk lýsri yfir stuðning við þetta en getur ekki skráð sið þarna inn vegna þess að þeir eru ekki með Facebook innskráningu.
Mér hefur meira að segja borist ábending um að framtíðarstarfið mitt sé á hinu hátt setta Alþingi... hehehee... en svona er þetta víst núna ... ég verð bara ein af þeim mörgu sem verð að þiggja bætur frá hinu opinbera á meðann ég næ vinnufærni minni í lag... og hver veit hvernig þær ná að duga fyrir því sem lítl fjölskylda eins og við þurfum... tíminn einn leiðir það í ljós...
Ég hef svosem síðustu mánuði lítið tala hér um mín heilsuvandamál því að mér hefur fundist heilsuvandi sonarinn skipt meira máli, en ég er um þessar mundir að fara í allsherjar endurhæfingu með sál og líkama. Kannski fáið þið eitthvað að vita um það hér inni þegar á líður. Þetta er allt í samvinnu við geðlækni, bæklunarlækni, heimilislækni, sjúkraþjálfa, meltingasérfræðing og Endurhæfingu Norðurlands. Staðan er semsagt þannig að það er 3 ára biðlisit til að komast inn á Kristnes þannig að það þarf að búa til endurhæfingu annarstaðar. jæja nóg um það ...
Enn og aftur vil ég þakka þeim yfir 1000 mans sem hafa stutt áskorun mína til Alþingis landsinns á Snjáldurskjóðunni Facebook til að koma með aðgerðir. Ég ætla að hætta núna svo að ég geti horft með spennu á Fréttirnar..
Gup geymi ykkur öll...
Athugasemdir
innlitskvitt
Aprílrós, 5.10.2008 kl. 22:06
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.