Laugardagur, 4. október 2008
Snjórinn og Hetjan mín...
Góðann daginn á þessum fallega Laugardegi...
Ég veit að ég hef ekki verið að tala um það sem er í gangi hér heima hjá okkur mæginunum. Dagurinn tók fallega á móti okkur með sólina inn um gluggan. En auðvitað ákváðum við að kúra eins lengi og við vildum... Gærdaguinn var strembinn, Hetjan fór í skólann sinn og var víst á fullu allan daginn, svo kom hann til mín og mömmu sem vorum á fullu í því að taka slátur. Þegar snúðurinn kom fórum við uppá spítala í skoðun eins og alltaf á föstudögum.. Reyndar þurftum við að fara heim aftur því að læknarnir gátu ekki hitt okkur þannig að við komum seinna... skoðunin gekk vel, fyrir utan það að Hetjan min er komin með sveppsýkingu í munninn útaf því að lyfin eru svo sterk að þau hafa áhrif á slímhúðina ... Þessi elska er með sár í báðum munnvikjunum, inní munninum og tungan mjög viðkvæm .. þannig að við fengum enn eitt lyfið við því. Einnig kom úr blóðprufum að sterku sýklalyfin eru farin að hafa áhrif á blóðbúskapinn hanns og núna framleiðir líkaminn ekki nóg af rauðumblóðkornum ná af sumum hvítum stríðsmönnum ... þannig að við þurfum að minnka lyfin.
En við höldum áfram að brosa og nutum þess að fá nýtt slátur í gær kvöldi og sváfum vel í nótt...
Hér var hvít jörð í morgun og kalt sem minnti mig á að Hetjan mín átti ekki snjóbuxur né hlíjan skófatnað til að vera úti í svona kulda og færð... Þannig að þegar við náðum að draga okkur frammúr og náðum stírunum úr augunum... þá ákváðum við að það væri kominn tími á verslunarleiðangur til að eignast hlíjar snjóbuxur og kuldaskó... Hetjan mín var svo glöð að geta farið út í snjóinn og hér eru myndir af honum ... Eftir smá tíma kom reyndar leikfélagi sem vildi gjarnan sjá hvað þessi snúður var að gera... Þessi sæti ketlingur var voða hrifinn af þessum sæta strák sem var að leika sér svona fallega í þessu hvíta fyrirbæri sem pirraði loppurnar.
Samskipti þeirra voru yndislega skemmtilega að sjá... ekkert tal bara augnsamband og tjáning með nærveru... Yndislegt ..svo tært...
Núna er þessi elska í baði ..ef það má kalla bað ... allur plastaður og plástraður þanniga að leggurinn og það sýstem blotni ekki... Reyndar er komin tími á það að taka hann þann 15.okt ... það verður enn betra fyrir lífsgæði Hetjunnar minnar... Hér sjáið þið líka örin sem hann verður með á bringunni báðum meginn eftir lyfjabrunnana og sárin í munnvikjunum sem eru flakandi og maður getur ýmindað sér að vera með svona í munninum... en þessi elska tekur lyfin sýn eins og herforingi, það hefur alldrey verið vandamál því að hann er ekki síður ákveðinn í því að láta þetta allt batna svo að hann geti farið að lifa sínu lífinu eins og guttar eiga að gera... Þvílík fyrirmynd með jákvæðin og elju... Sérstaklega eftir að hann náði að koma tilfinningunum sínum í orð um daginn og losa um þann hnút sem var kominn í huga þessarar elsku.
Jæja kæru vinir njótið helgarinnar hvar á landi eða í heiminum sem þið eruð... Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Guð hvað Hetjan þín er jákvæður á svipinn þrátt fyrir sárin í munnvikunum. Gleðilegt að lesa hvað hann er ákveðinn í að batna. ;) Góða helgi . ;)
Aprílrós, 4.10.2008 kl. 19:41
Blágresiolía frá Móður Jörð er alveg ótrúlega græðandi, kannski ok að prófa hana á munnvikin, hún má alveg fara á slímhúð líka þannig að allt í læ þó hún fari aðeins í munninn ... skrítni ferðakettlingurinn minn er búinn að vera úti á svölum í allan dag að leika sér í snjónum, stingur trýninu á kaf í snjóinn og ýtir á undan sér ... algjört krútt
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.10.2008 kl. 21:15
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 23:38
Knús til ykkar
Svanhildur Karlsdóttir, 5.10.2008 kl. 10:58
Huld S. Ringsted, 5.10.2008 kl. 13:03
Elsku Magga mín,
mig langaði bara að senda ykkur mæðginum OFURKNÚS!!!
Þín
Sigga Rósa
Sigga Rósa (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 14:21
Bloggknús til ykkar :)
Hólmgeir Karlsson, 5.10.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.