Fimmtudagur, 2. október 2008
Því látum við fara svona með okkur..!?!?!!!
Ég eins og flest öll heimsbyggðin situn núna þessa dagana og naga neglurnar niður í kviku útaf KREPPUNNI... Það sem mér finns svo skrítið að það hafi "einginn" séð þetta fyrir ... HALLÓ...kunna mennirnir sem stjórna hér ekki starðfræði... Svo er það annað sem mér finnst skrítið að einginn vilji taka ábyrðina á þessu ... ég veit að það er einginn einn ábyrgur ... en kommon... Ég er ekki það mikil ljóska að ég læt annanhvern stjórmálamann, bankamann eða auðjöfur hér á landi ljúga upp í opið geðið á mér að þetta gerðist bara algerlega að þeim óvitandi... Allt sem fer upp kemur niður líka... svo einfalt er málið... Mér finnst það verið að hæðast að okkur (almenningnum) og við notuð sem leikmenn án okkar vilja.. því hverjir eru það sem borga á endanum.. jú við... Hver er það sem gefur ríkinu og kerfinu í heild leyfi til að koma svona framm við almenning...??? Mér finnst þessi kallar taka frá mér drauma mína og tilverurétt... Við sem gerum okkar besta til að lifa lífinu venjulega, án þess að eiga einkaþotur og limmur.. þetta basic eins og lítill bíll, heimili, matur og föt fyrir mig og mína... stöndum nú frammi fyrir því allt í einu að ákvarðanir einhverja peningamanna útum heim skerði okkar líf... Ég t.d. á mér draum um að stofna mitt fyrirtæki sem vinnur að hönnun og sköpun... viðskiptaáætlunin, samstarfsfólk og allt tilbúið ... áætlunin er mjög jákvæð peningalega... en hindrunin mín að einhverjir "plebbar" ákváðu að setja ríkið á hausinn útaf því að það hentaði þeim en ekki almenningi...
Hefur almenningur einga möguleika til að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar?? getum við hvergi fengið uppreisn æru?? Eigum við eingan rétt í þessu máli?? Mér finnst við ekki eiga að láta fara svona með okkur...ég fer frammá að alþingismenn segi af sér og aðrir sem koma að þessu máli... Ég vil nýja og ábyrga aðila í brúnna.... ( þótt ég treysti ENGUM til þess) Mér finnst hreinlega á okkur almenningi brotið og ég vil sjá að við getum haldið áfram að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir mistök einhverja fárra í samfélginu...
Eftir því sem ég skrifa meira hér þá verð ég reiðari og reiðari yfir þessu. Mig langar mest til að öskra á þessa aumingja sem leifa sér að kippa svona undan menni fótunum... Ekki kaupa þeir í matinn fyrir mig eða það sem barnið þarf .... eða bensínið á bílinn eða afborganirnar á lánunum mínum... Akskotanssss... arrrrggg...
Jæja.. þá er ég búin að tjá mig pínu útaf þessu ég fer í mál við ríkið vegna kjaraskerðingar á forsendum gáleysis þeirra... hehe... I WICH...
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég viss um að einhver í Simbabwe hefur einhverntíman hugsað eitthvað svipað.
Sóley (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:32
Það er nú samt þannig þegar að öllu er á botnin hvolft að þeir sem eru djúpum skít núna eru þeir sem eyddu um efni fram, voru óábyrgir í fjármálum, tóku lán út og suður af því að þeir töldu sér trú um að það væri betra að vera á nýjum bíl en gömlum og svo framvegis....nú er ég auðvitað ekki að vísa í það fólk sem dregur fram lífið á berstrípuðum ellilífeyrir og grunn örorkulaunum....það er reyndar skömm að því hvernig bótamálum er háttað á landinu.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.