Mánudagur, 29. september 2008
Lífið bak við myndavélaina...
Síðustu dagar hafa verið mjög góðir fyrir sálartetrið... Mér er að takast að finna slóðann minn aftur og ég veit að hann leiðir mig uppá beinubrautinna á endanum...
Ég hef verið farið út á hverjum degi til að fá pásu frá lífinu, hugsa og já taka myndir... það er eitthvað sem dregur mig út í fríska loftið til að taka endalaust af ljósmyndum... það hefur verið áhugamálið mitt í mögt ár og núna á ég þessa flottu digital vél sem ég er loksinns búinn að læra almennilega á... María Jespersen vinkona mín komm líka til mín í sumar og lánaði mér 3fótinn sinn og það gerir það að verkum að ég er búinn að ná að taka myndir sem ég gæti ekki annas... þannig að María á sko knús skilið fyrir það að ná mér út síðustu dagana.. hehehe..
Í dag fór ég niður í að Glerá og naut þess að vera úti í klukkustund með cameruna .... þið sjáið niðurstöðun hér með og á Flicer síðunni minni... þar sjáið þið líka meira af myndum frá því í gær... Það er eitthvað svo skrítin en góð tilfinning að vera úti og horfa í gegnum lítið gat og íta endalaust að ýta á takka... Svo kemur maður hingað heim ferskur og með kaldann nebba inní hlítt heimilið og donlowdar myndunum inní tölvuna og fer að skoða og njóta þeirra á allt annan hátt ... því að það er svo merkilegt hvað ein ljósmynd getur vakið margar tilfinningar af öllum skalanum frá djúpri gleði í nýstandi sorg. Ég er alltaf að leita eftir að mér takist að taka eina góða mynd sem spilar endalaust á tilfingar mína... Þótt ég viti að ég eigi margar góðar þá bíð ég alltaf eftir þessari einu góðu sem ég fell killiflöt fyrir ... ég á mér nokkrar uppáhalds núna...
Ég var að finna út hvernig maður tekur mynd sem gerir varn eins og það sé flauel vegna hreifingarinnar... Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer meðvitað út til að taka bara þannig myndir. Rosalega gaman...
Hetjan mín er búinn að vera mjög duglegur og langar mig að sýna ykkur einn að 3 lyfjaskömmtunum sem þessi elska þarf að taka... Maður verður bara saddur af lyfjum þegar maður þarf að taka svona mikið magn... Við þurfum að fara uppá spítala í fyrramálið í blóðprufu þá að hvítublóðkornin hjá Hetjunni eru eitthvað lægri en vanalega þannig að það þarf að skoða nákvæmlega... Hann var svo þreyttur áðann að honum var hreinlega óglatt... elsku hetjan... en þetta verður allt að hafa sinn tíma og við tökum bara einn dag í einu...
Jæja ég ætla að fara að nudda táslur... ;o) ummm... notaleg stund..
Guð geymi ykkur....
Athugasemdir
Guð veri með ykkur. Gangi ykkur vel í fyrramálið ;)
Aprílrós, 29.9.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.