Sunnudagur, 28. september 2008
Helgin á enda...
Þá er þessi helgi á enda og er ég svo ánægð með hana... Dagurinn í gær eins og ég sagði ykkur frá og svo þessi yndislegi sunnudagur sem núna er á enda... Við sváfum lengi og tókum okkur tíma í að koma okkur úr náttfötunum... það er svo notalegt að dúlla sér frammeftir degi á náttfötunum hér heima... halda áfram að kúra undir sæng og láta eins og ekkert annað sé sjálfsagðara... Ég sat hér í sófanum undir teppi og horfði á formúluna en hætti þegar minn maður keyrði á vegg og missti framhjólið undan... þá var sú formúla búin að mínu mati...
Svo ákváðum við Jenný vinkona að rífa okkur uppá rasss... pípp og drífa okkur út með gullmolana okkar... stefnan var tekin á Kjarna, veðrið var yndislegt ekta haustveður... kyrrt, svalt en bjart... Við mæðurnar vorum vopnaðar myndavélunum okkar og tókum líklega yfir 400 myndir í sameiningu... hehehe... bara gaman.. mynd efni dagsinns voru börnin, nátturan og við til skiptis... Jenný sagði að það hefði eingum tekist að taka góða mynd af henni þannig að ég ákvað að afsanna hana... og mér tókst það.. hehheheee... þannig að þessi dagur er búin að vera yndislegur í frábærum félagsskap...
Unlingurinn hennar Jennýar var mjög skemmtilegt myndefni og held ég að myndinrar af henni útskýri mjög vel útaf hverju hún var svona vinsælt viðfangsefni... Bleikt hár og ómótstæðilega augu.. svona er að vera unglingur í dag.. þetta var bara draumur þegar ég var á þessum aldri...
Mér fannst ég vakna mun léttari í dag en áður... léttari á sálinni... ég er örugg með það að dagurinn í gær hafði ýmislegt með það að gera... Þessi dagur gaf mér nýja sýn og nýtt upphaf í huga mér... ég náði greinilega að vinna út helling af málum með þögninni...
Hetjan mín var yndislega duglegur í dag, lék sér eins og herforingi.. það var ekki að sjá á honum að hann væri kraftminni vegna lyfja og langvarandi fjarveru frá venjulegu lífi... en hann viðurkenndi nú samt þegar við komum heim að hann væri þreyttur... sem er ekki skrítið...
jæja... ég ætla að koma mér í háttinn...
Athugasemdir
Falleg hún Jenný en hva það fylgir nafninu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 23:53
Já það lítur út fyrir það að nafnið sé fyrir fallegar konur...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 29.9.2008 kl. 00:13
Gott að heyra um góða helgi og flottar myndir.
Kossar og knús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 10:03
Knús í krús.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 29.9.2008 kl. 10:51
Guðrún Hauksdóttir, 29.9.2008 kl. 16:06
Elsku vinkona mikið er gott að heyra að ykkur er báðum farið að líða betur. Myndirnar hér eru alveg rosalega flottar og þér tókst svo sannarlega að afsanna það fyrir Jenny að ekki væri hægt að taka góða mynd af henni. Greinilega snillingar á ferð ;)
kiss og knús frá okkur til ykkar
Monika Margrét Stefánsdóttir, 29.9.2008 kl. 16:33
glæsilegt að lesa hjá þér sæta mín.... ;) alltaf svo gaman að lesa hjá þér ;) sérstaklega núna þegar að maður finnur að þér er farið að líða betur.... ;)
vildi óska þess að ég gæti komið með ykkur í svona myndatökuleiðinagur á svoooo flotta myndavél en kann ekkert á hana heheheh ;)
knús í krús
Þórunn Eva , 29.9.2008 kl. 16:53
já aldrei að vita nema ég skelli mér þegar að snjórinn fer að falla ;) það væri nú voðalega gaman.... takk fyrir boðið
Þórunn Eva , 29.9.2008 kl. 18:08
Gott að heyra að ykkur líður vel og já Jennýjar nafnið fylgir bráðhuggulegum stúlkum/konum. Hafðu gott kvöld . ;)
Aprílrós, 29.9.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.