Föstudagur, 26. september 2008
Fréttir og fréttir... Bara jákvæðni núna... :o)
Góða kvöldið kæru lesendur...
Ég veit eigilega ekki alveg hvar ég á að byrja... Það er ýmislegt sem ég hef að segja í dag og alldrey þessu vant er það allt á jálvæðu hliðina... já ég skal byrja... ég fór um hádegisbilið útúr húsi í þeim tilgangi að læra nýja tækni við textílhönnunina mína... og sannið til 3 tímar voru mjög fljótir að líða í yndislegri tilfinnigu, gleði og tilhlökkun. Því að ég komst að því að það er orðið svo skemmtilega einfalt að koma öllum munstrunum mínum í það form að ég geti þarið að þrykkja á föt, púða og og.. og allt sem mig langar til... vá ég get ekki beðið að halda áfram því þetta er SVO gaman...tíhíhíhíiiii... jeeeyyyjjj... ég missti mig í gömlum minningum úr náminu mínu í textílhönnunninni... og þetta er allt svo miklu auðveldara núna þegar ég er búinn að bæta við mig allri þeirri þekkingu sem er í Grafísku hönnunninni... þannig að þetta er yndislega frábært og núna er bara að koma sér að verki.
Um 2 leitið þá fórum við í aðra af vikulegu tékki uppá spítala... sem er nú ekki til frásögu færandi nema að ... niðurstöðurnar eru þær að Hetjan mín er á góðum batavegi og í fyrsta sinn á 8 mánuðum var ekki möguleiki á því að taka sýni úr eyranu því að hljóðhimnan er gróin og sýkillinn er á undanhaldi, eyrað er farið að líta út eins og "eðlilegt" (miðað við það sem undan er gengið). Þetta voru einkennin sem við vorum að bíða eftir... Þannig að núna á að pannta tíma í það að taka lyfjabrunnin út og það er búið að fersta öllum stærri uppskurðum fyrir sunnan... jeyjeíííiiiiiiiiiiiiiii.... Hetjan mín er að ná sér... ja.. þannig hann á eftir að vera á lyfjunum í marga mánuði enn en að losna við lyfjabrunninn gerfur honum enn meira frelsi frá þessu ... þannig að hann getur haldið áfram að vera duglesata hetja í heimi og verið sætur 7 ára strákur sem á lífið frammundan...
Það sem tekur þá við hjá okkur er að fara suður í heyrna og talmeinastöðina og fá heyrnatæki og allt það sem hann þarf til að gera verið enn meiri 7ára hetja... Annað sem ég get ekki hætt að brosa yfir er að ég átti samtal við kennarann hans í gær og hún sagði mér að hann væri að standa sig mjög vel í skólanum og í raunninni væri hann minni eftirbátur samnemenda sinns en reiknað var með miðaða við að hann er í raun 1/2 skólaári á eftir þeim ... hann er hrein og bein hetja þessi elska ... ég æti ekkki varið stoltari og glaðari með hann og hvað hann er búinn að standa sig vel...
Núna vona ég að Vildarbörn veiti okkur styrk til að hann fái stóru verðlaunin fljótlega sem hann á svo sannalega skilið ... það að fara í lególand eða Disney world.... mikið væri það tær snilld að geta farið með hann út því að hann á ekkert minna skilið...
Jæja... ég ætla ekki að skrifa neitt meira hér inn því að núna er það bara að líta á hlutina með jákvæðum augum... því þannig á lífið að vera...
Ég ætla núna að stússast aðeins hér áður en ég fer að sofa því ég er að fara í Kyrrðardag á Möðruvöllum á morgun ... oooo ég hlakka svo til að slökkva á gemsanum og skilja allt eftir í nokkra tíma og hugleiða, slaka á og njóta þess að vera til í núinu...
Guð geymi ykkur ÖLL ... þið eruð yndisleg að vera lesendur mínir og stuðningur
Athugasemdir
Ó hvað þetta eru flotta fréttir !
Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 21:24
Innilega til hamingju...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:31
húrra !!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:42
Til hamingju með allt þetta jákvæða, já hvað er annað hægt en að hrópa JIBBÝ !!! Góða helgi ;)
Aprílrós, 26.9.2008 kl. 23:02
Innilega til hamingju með allar þessar jákvæðu fréttir
Svanhildur Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 09:52
Frábærar fréttir, til hamingju!
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:44
Innilega til hamingju elskan
Erna Sif Gunnarsdóttir, 27.9.2008 kl. 16:00
Mikið er frábært að heyra þetta. Þið ættuð svo sannarlega skilið að kíkja útfyrir landssteinana. Kv. Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:42
FRÁBÆRT...TIL HAMINGJU MEÐ ÞESSAR FRAMFARIR ÞIÐ EIGIÐ ÞETTA SVO SANNARLEGA SKILIÐ EFTIR ALLT SEM Á UNDAN ER GENGIÐ **KNÚS** ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆR...
Guðrún E (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:11
Þetta var dásamlegt að lesa kæra bloggvinkona
Kærar kveðjur
Jac
Jac Norðquist, 27.9.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.