Fimmtudagur, 25. september 2008
Einmannaleg mynd...
Ég fór í dag að ná í Hetjuna mína í skólan og þá blasti þessi mynd við mér og mér fannst þetta svo sárt að sjá. Því að í gær sagði snúður einmitt við mig "mamma! það er svo ervitt við skólann og krakkana, því þau vilja alltaf vera gera einhverja hluti sem ég má ekki gera útaf sýklinum og lyfjabrunninum."
Ég held að þessi mynd lýsi þessum orðum fillilaga...
Athugasemdir
Gangi ykkur vel ljúfan mín. ;)
Aprílrós, 25.9.2008 kl. 18:41
sendi ykkur þúsund kossa og knús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 19:20
Knús og knús
Svanhildur Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:00
Knús á þig ! og hann auðvitað líka. Þetta er erfitt fyrir hann skinnið
Ragnheiður , 25.9.2008 kl. 22:10
Þetta er mikil ábyrgð fyrir ekki eldra barn sem er á þeim árum sem hann ætti helst að vera út um allt og alls staðar, koma drullugur heim og rispaður en alsæll
Annars finnst mér svo frábært hvernig margir krakkar í dag sýna samstöðu með þeim skólafélögum sem bera þá ábyrgð að geta ekki fallið inn í hópinn almennilega af margvíslegum ástæðum. Strákurinn minn 12 ára á vin sem má ekki borða neitt og foreldrarnir þurfa að kaupa sérstakan mat erlendis frá sem þeir fá ekki hér, og honum er strítt alveg út í eitt af krökkum úr öðrum skólum þegar eru skólaböll og svoleiðis, en vinahópurinn tekur alltaf upp hanskann fyrir hann og en mismuna honum samt ekki þegar þeir eru að leika saman í hóp (komast þannig hjá "aumingjagóðu gryfjunni") - að krakkar á þessum aldri geti sett sig svona í spor annarra. Oft er það ekki einu sinni á færi fullorðinna
Frábær mynd þó hún sé dapurleg, þú hefur svo frábært auga fyrir því myndræna
Knús inn í helgina til ykkar,
b.kv. Martha
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.