Miðvikudagur, 24. september 2008
Naflaskoðun tilfinnganna...
Færslan mín í morgun var ervið en hjálpaði mér að ná aðeins áttum. Eftir að hafa klárað færsluna þá grenjaði ég aðeins meira þangað til að mér verkjaði í allt höfuðið. Playlistinn var "hard rok" og sígaretturnar kláruðust hver á fætum annari... Þegar leið á hádegið voru tárin búin og höfuðverkurinn var svo yfirþyrmandi að ég ákvað að gera eitthvað í því... ég tók verkjalyf, fór í bað og hugsaði. Þegar ég var búinn að ná í rassgatið á sjálfri mér og verkjatöflurnar farnar að virka og augun þornuð gat ég farið að hugsa rétt. Þótt ég hafi farið aftur í tíman og haldið að þessi skilnaður hafi verið ástæðan fyrir sorginni þá hef ég komist að því eftir naflaskoðunina mína í dag að svo er ekki... Þessi vinur minn og okkar samband er holdgrefingur minn af hamingju, ást og gleði. Þannig að núna þegar ég loksinns er farinn að slaka á þá finn ég hvað ég hef verið einmanna, hrædd, kvíðin, sorgmædd og vonin hefur dvínað. Þá leitaði hugurinn aftur til þess tíma sem ég átti ást, skilning, hlíju, gleði og hamingju síðast og það var þegar við vorum saman. Eins og Krumma vinkona skrifaði á blogginu sína áðan...( í allt öðrum tilgangi reyndar.)
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur hug þinn, og þú munt sjá
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
Kahlil Gibran/ Gunnar Dal
Þannig að núna er bara aðhalda áfram... einn dag í einu...
Athugasemdir
Haltu í vonina mín kæra, taktu einn dag í einu og vittu til einn góðan veðurdag verður þú aldrei aftur einmana einhver yndislega hjarthlýr maður á eftir að elska þig frá sínum innstu hjartarótum.
Hafðu það sem allra best
Guðrún Hauksdóttir, 24.9.2008 kl. 21:14
Þetta er einmitt málið Magga mín...þú ert gráta góðu stundirnar, og í sjálfu sér mjög skiljanlegt og eðlilegt sérstaklega þegar maður glímir við sorg eða álag en svo er bara að safna sér saman og halda áfram og láta ekki hugsanir um það sem maður á ekki eða hefur ekki ná of sterkum tökum á sér......gott ráð sem mér var kennt fyrir langa löngu er að faðma sjálfa mig í huganum, knúsa litlu sorgmæddu, hræddu og einmana stelpuna sem er inn í þér...stappaðu í hana stálinu og þá muntu ná upp þeim styrk sem þarf til að sigla í gegnum erfiðleikana....þú ert kominn þetta langt og ert skiljanlega orðin þreytt andlega....vertu góð við sjálfa þig í hugsunum, knús á þig kellinginn mín.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:26
Sendi þér knús og hlýja strauma elskan mín
Jokka (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:08
dugleg stelpa ... mundu, vöxturinn felst í þjáningunni
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:21
Svanhildur Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 09:44
Sumir dagar í lifi okkar geta verid akkurat tessi dagur sem tú upplifdir í gær.Tad eru einmitt tessir dagar sem eru ad gefa okkur svo mikkla svörun í lífinu og gefa okkur líka tíma og rúm til ad taka ákvardanir.Tad er ekki svo vont ad upplifa tá heldur gera teir gott og hugga mann.
KNús á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 25.9.2008 kl. 10:07
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.