Miðvikudagur, 24. september 2008
óoo... já ein dag í einu... ást sem er ekki hægt að endurgjalda...
Það er líklega kaldhæðni að sitja hér einn daginn og tala um að filla daginn sinn með uppbyggilegum hlutum og svo kemur nýr dagur og þá er staðan allt í einu allt önnur... En það hlaut að koma að því að ég fengi kallið til að takast á við erviðari tilfinningar... Ég var svo glöð með gærdaginn og þegar ég vaknaði þá fór ég með Hetjuna mína í skólan og ákvað að skríða smá stund uppí rúm og hugleiða eins og ég geri nú á hverjum degi... nema hvað að í miðri hugleiðingu þá hvoldist yfir mig minningar og líðan sem ég hef náð að halda í skefjnum í minnst 2 ár...
Þessu fylgir smá saga sem verður að fylgja... Þegar ég bjó fyrir sunnan átti ég mjög góðann vin sem var/ og er mér mjög kær... við vorum í "vina" sambandi í um 2,5ár... eingar skuldbindingar eða sambúð... bara góðir vinir í lífinu og sumar nætur líka... Við gengum saman í gegnum erviðleika sem hafa markað okkur bæði fyrir lífstíð og studdum hvort annað heils hugar í öllu sem var í gangi herju sinni... á þessum tíma áttaði ég mig á því að ég hafði alldrey elskað fyrr en ég hitti þennan vin minn... sem ég á þessum tíma var farin að elska og vildi meira. Ég átti 2 sambúðir að baki og ég sá það augljóslega að dýpri ást og umhyggju hafði ég alldrey þróað til manns áður. Svo komu þáttaskil í mínu lífi þar sem allt það veraldlega þurfti að taka völdin og ég flutti norður því ég stóð ekki lengur undir skuldum og lífinu sjálfu... þessi vinur minn var alveg sammála þeirri ákvörðun og áttum við löng samtöl í síma og nokkra hittinga eftir fluttninginn en það var mér alltaf erviðara og erviðara að kveðja hann þannig að ég ákvað að skrifa honum langt bréf þar sem ég útlisti tilfinngar mínar í smá atriðum. Hann hringdi þá í mig og sagði setningu sem ég gleymi alldrey... "Elsku Magga mín, ég elska þig líka það mikið,en ég get ekki verið með þér því ég veit að ég kæmi til með að fara með þig eins og ég vil að einginn geri." Ég veit að hann meinti þetta frá innsta hjarta og að einlægni... því að okkar samband hafði ætíð verið mjög einlægt og hreinskilið.
Eftir þetta tók það mig langan tíma að sætta mig við að elska mann svona mikið, en að ástin væri ekki endurgoldin. Það skal viðurkennast að þetta var mér eriður tími en fyrir svona 1,5-2 ári síðan hringdi hann og sagði mér að hann væri farinn að búa og væri hamingjusamur... þá fékk ég ástæðu til aðloka þessum kafla endanlega "hélt ég" og hefur hugurinn annaðslagið leitað til hans mað hlíju og virðingu... einnig sakna ég vinarinns sem ég get hringt í hvenær sem er og spjallað um allt og ekker... fengið pepp og hughreistingu hjá ... en ég virði friðhalgi þeirra heimilis og dróg mig alveg í hlé... Svo vakna ég í morgun og það hellist yfir mig gríðaleg sorg, grátur og söknuður í ástina ... einmannleikinn svíður inn að beini og ég get ekki stoppað táraflóðið yfir söknuði... Því gerist þetta núna... ??? ég hélt að ég væri búinn að sætta mig við að hann gat ekki elskað mig !! Var ég virkilega svona ómæögulega ??? AFHVERJU ..?? Ég er bara ringluð núna og grátbólgin...
Athugasemdir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:14
Þetta er í senn hugljúf og hreinskilin skrif hjá þér. Vona að þér gangi vel að finna út úr þessu öllu. Baráttukveðja
Gylfi Björgvinsson, 24.9.2008 kl. 11:21
Knús knús
Svanhildur Karlsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:54
Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 12:22
Risastórt knús á þig elskuleg.
Guðrún Hauksdóttir, 24.9.2008 kl. 13:48
Elsku snúllan mín.... Ég sendi þér alla mína ást (þó svo hún hafi kannski ekki mikið að segja þegar að kemur að þessu)
Það er gott að elska og vera elskaður en það er sárt að elska og fá það ekki endurgoldið. Þú tókst rétta ákvörðun og þú veist það innst inni elsku vinkona. Sú ákvörðun sem þú tókst var rétt fyrir alla aðila og þá sérstaklega þig og snúðinn þinn.....
Kiss og knús og fullt af góðum straumum
Monika Margrét Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.