Það sem maður ákveður að taka sér fyrir hendur...

picture_1_675496.jpg

Það er ýmislegt sem maður tekur sér fyrir hendur þessa dagana. Ég er búin síðustu daga að vera að vinna með Sjónlist 2008. Ég tók að mér að vera dirfskaft í því að taka nemendur Myndlistaskólans á Akureyrar með inní  þá hátíð sem hér kemur til með að vera á morgun og laugardag í tilefni þessara verðlauna. Nemendur koma til með að vera með gjörninga í verslunum bæjarinns og á Glerártorgi á milli 13-15 á laugardaginn. Einnig verað nokkur verk nemenda til sýnir í fulgskýlinu þar sem verðlauna afhendingin er annað kvöld, þar á meðal vídeóverk sem nemendur af 3 ára núna hafa gert sérstaklega fyrir þetta kvöld.

Svo er ég búin að vera í því að huga að framtíðinni og reyna að ákveða mig hvað ég vil gera með framhaldið... Auðvitað langar mig að standa mig í kennslunni sem ég er að fara í en svo er maður alltaf að hugsa um hvaðan eiga aðaltekjur heimilisinns að koma... á ég að fara auðveldu leiðina og fá vinnu hjá einhverri auglýsingastofu eða á ég að fara að vinna fyrir sjálfan mig þannig að ég noti orkuna og sköpunagáfuna fyrir mitt nafn... auðvitað heillar það mun meira en ég hef bara lítið þor í að stofna eigið fyrirtæki... en þetta er allt í hugsanaferli núna þvi að auðvitað þarf ég að klára verkefnið með soninnáður en annað fer í gang... svo að sé ekki tala um sjálfan mig þá verð ég að ná mér niður úr streitunni og kvíðanum sem hefur tekið mikinn toll af mér undanfarið. Mér hefur liðið eins og vélmenni síðustu daga... ég hef ekki tilfinnigar, þá meina ég að ég finn ekki fyrir gleði eða sorg eða neinu... þótt að ég sé búin að vera á fullu í allskonar gefandi og skemmtilegum verkefnum ... Svo þegar ég ætla að fara að sofa þá dugar ekkert nema svefntöflur því að annas sef ég ekkert nema lúra í kluttutíma í senn.. ég næ þá allavega 4 tíma lúr á meðan svefnlyfin virka... þetta er kvimleitt ástand þannig að það verður tekið upp hjá geðlækninum á morgun á milli anna... 

ÚFFF... já morgundagurinn verður langur og mikið að gerast... ég þar að fara á foreldrafund í skólanum hjá Hetjunni minni, vera niðri í skóla, ég þarf að fara niður á flugsafn til að leggja loka hönd á uppsetninguna þar, svo er það sjúkraþjálfinn, geðlæknirinn, síðan er 10 ára afmæli Brautagengis sem ég þarf að vera á  og svo verðlaunaafhending Sjónlista annað kvöld..  Já ... úff... sembetur fer er Hetjan mín í góðum höndum á morgun þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því...

jæja ég ætti kannski að koma mér í háttinn þannig að ég geti klárað morgundaginn almennilega...

Guð geymi ykkur öll... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

;) Góða helgi ljúfa mín.

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 20:26

2 identicon

Hæ skvísa kiki inn á þig og við bæði reglulega erum ekki nógu dugleg að kvitta... þannig að kvitterí kvitt

Hrönnsla og co (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Jac Norðquist

Bestu kveðjur vina

Jac

Jac Norðquist, 20.9.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband