Veðruguðirnir ákváðu að halda haust veislu á svölunum hjá mér...

Halló... mér er lífsinns ómögulegt að segja "góðann" dag... því hann hefur varla byrjað hjá mér ...  Veðrið í nótt og núna minnti mig heiftarlega á það hvernig hlutirnir eiga það til að vera á veturnar hjá mér... Þannig er mál með vexti að ég bý efst í þorpinu á Akureyri og haf yndislegt útsýni inn Glerárdalinn sem breitist í dannsgólf veðurguðanna á hvössum dögum... ekki hjálpar að ég er á 3 hæð þannig að vondurinn fær sér hraða og óhindraða salíbunu niður Glerárdalinn og beint á stofugluggan hjá mér... svo eru blokkirnar hér í hverfinu svo "snilldarlega" hannaðar að þær mynd eins og banana sem verður enn skemmtilegra fyrir guðina því þá koma þeir með ofsa hraða niður dalinn inní gluggan minn og enda svo í hvirli í garðinnum... Þetta allt væri svosem í lagi ef húsnæðið væri uppá sitt besta en því miður hef ég ekki efni á öðru þessa dagana... þannig að sumir vinhviðir ná að smokra sér inn um óþétta gluggana og taka smá einkadans hér inná stofugólfi hjá mér... Öllum svona veislum fylgir hávaði og gerir það að verkum að hér á heimilinu var mjög og þá meina ég MJÖG lítið sofið í nótt ... Sem betur fer þá er ekki mikil byggð hér fyrir ofann því annas væri stofuglugginn minn búinn að taka á sig helling af fljúgandi hlutum sem hann hefur reyndar gert en sem betur fer ekki brotnað... Þannig að við mæðginin erum þreytt , pirruð  og illa sofin eftir veisluhöld veðurguðann í nótt og reyndar standa þau ennþá yfir...

Ég þarf að tala við eigendur íbúðarinna fyrir veturinn þannig að við getum búið hér áfram í vetur... þetta óveður hefur sýnt mér að veturinn verður harður hér ef ekkert er gert... það þarf allavega að þétta gluggana (helst að skipta þeim út) og þétta svalahurðina .... Svo er ég með yndislega þakglugga norðannmeginn sem mér finnst svo flottir nema á svona dögum og nóttum því þeir eru svo óþéttir og lausir að þeir hristast í gereftunum og læsingarnar eiga það til að opnast og þá fíkur glugginn upp... ÆÆiiiii ég nenni ekki svona...

Þannig ... bless í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff og ég hélt að ég ætti bágt vegna veðurs.  Svaf lítið fyrir hávaða en það er allt og sumt.

Láttu þétta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband