Miðvikudagur, 10. september 2008
Grátur, hönnun, kennsla og sjónlist...
Já... það er hellingur í gangi hjá okkur mæginunum þessa dagana... Hetjan mín kom heim grátandi úr skólanum í dag... það fannst mér mjög sjárt því ég veit að snúður er hallur á fæti félagslega eftir sín veikindi síðustu mánuði... og hann þessi elska er alinn upp með svo sterka réttlætiskennd og tekur hann reglus skólans mjög alvarlega... eins og þær að skilja ekki útundan og vera vondur við aðra... Hann grét svo sárt þessi elska yfir uppnefningum sem hann fær frá nemendumút öðrum bekkjum og stríðni... og svo bætist á það að hann er fljótur að æsast upp því þráðurinn er stuttur almennt og líka eftir veikindin og þetta finnst börnunum greinilega mjög skemmtilegur leikur... en mín hetja grætur eftir það, þessi elska... ég sendi bréf til kennarans hans og fór frammá að skólinn stiddi við hann eins og hann þarf vegna þessa vanda... En ég er svo mikið þessa daga að rifja upp þær reinslur sem ég átti sem barn vegna eineltis og ég legg mig fram við það að tryggja það að snúður geti komið til mömmu og treyst henni fyrir því sem gengur á... ég man að ég sagði eingum heima frá mínum raunum... og ef ég kom heim í rifnum fötum eða með hárið í einu stóru flækjubeði og þa þurfti að klippa það þá þagði ég því að ég er alin upp á ströngu heimili sem olli því að ég treysti því ekki að minn málstaður yrði tekin... ég fékk líka mikla stríðni á því að heita útlensku nafni.. Lindquist... þótt ég sé sátt við það í dag... en ég vona að skólin standi við stóru orðin sem komu framm á fundi sem vara haldin um daginn með skólayfirvöldum, læknum og hjúkrunarfæðingum og aðstaðdendum Ragnars ... þar lofuð þau því að aðalmarkmiði væri að vinna að því að vinna að því að tryggja félagslegu hliðina og að hann langi í skólann... þannig núna er tími fyrir skóalnn að sýna það í verki. Þaðsem hefur lika spilað inní að kútur er nátturulega á miklum lyfjum og líklega verið þreyttur eftir fjallgönguna í gær.
Talandi um einelti þá hef ég boðist til að hanna lógó og það sem þarf að hanna fyrir nýju samtökin hennar Ingibjargar Baldursdóttur... sjá betur á blogginu hennar hér... Mér finnst frábært að geta lagt þessu lið því að þetta er mjög brínt málefni í alla staði...
Ég var að fá að vita í dag að ég verð kennari við Myndlistaskóla Akureyra í vetur... og kem til með að kenna 2 áfanga þar í Grafísku hönnunninni... hahhaa... það verður mjög gaman... ég hlakka mikið til. Hefði helst vilja vera áfram í námi þarna en þetta dugar mér í bili eins og staðan er núna... Ný og krefjandi verkefni...
Svo er ég að fara að taka þátt í Sjónlistaverðlaununm sem verða haldin 19.-20.09 næstkomandi og hef ég verið sett sem verkefnsastjóri þar á 2 verkefnum... annað tengist sjálfri verðlaunaafhendingunni á 19.09. og annað sem tengist þeirri stemneingu sem á að ná upp á laugardeginum 20. þetta er mjög spennandi tækifæri og kem ég til með að segja ykkur betur frá því síðar... allavega tækifæri ekki spuring...
Það hafa líka verið slatti af lausaverkefnum hjá mér síðustu daga þannig að ég hef haldið mér við í þessu öllu núna undanfari ... frábært...
Jæja... það er löngu kominn háttatími hjá mér...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Þessi börn geta verið svo miskunnarlaus...svona mál á að tækla strax í byrjun, vertu gallhörð á því að skólinn taki á þessu...gangi ykkur vel..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.9.2008 kl. 01:16
Vonandi tekur skólinn á þessu sem fyrst...gangi ykkur vel...
Svanhildur Karlsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.